Fréttir: Mars 2012

Allra sterkustu í beinni!

31.03.2012
Fréttir
Ístölt-þeir allra sterkustu, sem er í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal, verður sjónvarpað beint í gegnum vefsíðuna www.sporttv.is.

Laugardagurinn 31.mars

31.03.2012
Fréttir
Í dag laugardag verður margt að gerast á Hestadögum í Reykjavík.  Frá kl 10:00 verður dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur og stendur til hún til kl 16:00

Hestadagar formlega settir

30.03.2012
Fréttir
Hestadagar í Reykjavík voru formlega settir í gærkvöldi í verslun Líflands að Lynghálsi. Þetta er í annað sinn sem Hestadagar eru haldnir og hátíðin því enn að festa sig í sessi.

Spennan magnast!

30.03.2012
Fréttir
Nú styttist heldur betur í veisluna en aðeins sólarhringur er í að helstu stjörnur Íslands í hestaheiminum feti sig inn á skautasvellið í Reykjavík. Eftirvæntingin er gríðarleg enda stórkostlegur hestakostur sem „Þeir allra sterkustu“ bjóða upp á þetta árið og ekki eru knaparnir af verri endanum heldur.

Fleiri fráir folar

29.03.2012
Fréttir
Áfram höldum við að kynna stóðhesta sem mæta til veisluhaldanna á Sauðárkróki á laugardagskvöldið. Höfðinginn Klængur frá Skálakoti mætir með nýjum knapa og leikur listir sínar.

Ráslistar í fimmgangi

29.03.2012
Fréttir
Á morgun föstudag fer fram lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Nú hafa allir keppendur skilað inn upplýsingum um þau hross er þeir keppa á og mega áhorfendur eiga von á veislu á morgun.

Dymbilvikusýning Gusts 2012

29.03.2012
Fréttir
Hin árlega Dymbilvikusýning Gusts fer fram kvöldið fyrir skírdag að venju, miðvikudaginn 4. apríl nk. kl. 20:30.

Setning Hestadaga í Reykjavík

29.03.2012
Fréttir
Í kvöld verða Hestadagar í Reykjavík formlega settir. Setningarathöfnin fer fram í verslun Líflands að Lynghálsi 3 kl. 18:00 og mun Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setja hátíðina. 

Fyrsti dagur Hestadaga í Reykjavík á morgun

28.03.2012
Fréttir
Hestadagar í Reykjavík hefjast formlega fimmtudaginn 29.mars. Dagskráin á fimmtudaginn hefst með því að farið verður í reiðtúr um Hafnafjarðarhraun kl. 10:00.