Hestadagar formlega settir

30. mars 2012
Fréttir
Halldór Gylfason mætti með uppáhalds hattinn sinn
Hestadagar í Reykjavík voru formlega settir í gærkvöldi í verslun Líflands að Lynghálsi. Þetta er í annað sinn sem Hestadagar eru haldnir og hátíðin því enn að festa sig í sessi. Hestadagar í Reykjavík voru formlega settir í gærkvöldi í verslun Líflands að Lynghálsi. Þetta er í annað sinn sem Hestadagar eru haldnir og hátíðin því enn að festa sig í sessi.
Hestadagar í Reykjavík voru formlega settir í gærkvöldi í verslun Líflands að Lynghálsi. Þetta er í annað sinn sem Hestadagar eru haldnir og hátíðin því enn að festa sig í sessi. Aðstandendur hátíðarinnar voru þó ánægðir með hvernig tiltókst og góða mætingu. Þá skapaðist skemmtileg stemming meðal viðstaddra þegar mis þekkt andlit úr hestaheiminum komu fram sem fyrirsætur en tískusýning á glæsilegum reiðfatnaði var meðal þess sem boðið var upp á. Stjarna kvöldsins var stóðhesturinn Þristur frá Feti sem lét sér fátt um finnast um tilþrifin á sýningarpallinum og var hinn rólegasti í stíunni í verslun Líflands.

Dagskrá Hestadaga heldur áfram af fullum krafti og nú um hádegisbil leggur hópur af fólki af stað í ferð austur fyrir fjall þar sem ræktunarbúin Vesturkot og Auðsholtshjáleiga verða heimsótt. Sú ferð endar svo á lokakvöldi meistaradeildarinnar og því ljóst að framundan er stórskemmtilegur dagur