Fréttir: Júní 2009

Daníel og Valdimar leiða fimmganginn

16.06.2009
Fréttir
Þá er fyrstu grein lokið á Úrtökumótinu fyrir HM í Sviss. Daníel Jónsson á Tón frá Ólafsbergi leiðir keppni í fullorðinsflokki með einkunnina 7,00.

Fegurðin í fyrirrúmi á FM2009

15.06.2009
Fréttir
Níutíu og níu kynbótahross hafa unnið sér rétt til þátttöku á FM2009 á Kaldármelum. Eru það nokkuð fleiri hross en búist var við. Athygli vekur að sextíu og níu hross eru með fyrstu einkunn fyrir sköpulag, eða næstum sjö af hverjum tíu.

Jóna Fanney ráðinn framkvæmdastjóri LM2010

15.06.2009
Fréttir
Þann 5.júní síðastliðinn kom saman til fundar ný stjórn Landsmóts ehf.

Sá guli verður með

15.06.2009
Fréttir
Stefán Friðgeirsson á Dalvík er skráður í HM úrtöku með Dag frá Strandarhöfði. Dagur, eða sá guli eins og Stefán kallar hann gjarnan, er 14 vetra. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð fimmgangara og gæðinga og gæti hæglega gert usla í baráttunni um fimmgangssætið í landsliðinu.

Dreyri með sterka B flokks hesta

15.06.2009
Fréttir
Dreyramenn verða sterkir í B flokki á FM2009. Þrír efstu hestar fengur yfir 8,50 í einkunn í úrslitum á úrtökumóti Dreyra, sem haldið var í lok maí. Efstur var Kaspar frá Kommu, setinn af Jakobi Sigurðssyni. Kaspar fékk 8,61 í úrslitum og 8,46 í forkeppninni.

Félagaskrá uppfærist daglega

15.06.2009
Fréttir
Nú er komin á tenging á milli SportFengs og Felix sem er það kerfi sem heldur utan um félagatöl allra hestamannafélaga eins og annarra íþróttafélaga.

Tryggvi Björnsson tvítoppar hjá Þyti

15.06.2009
Fréttir
Tryggvi Björnsson á Blönduósi kemur sterkur inn á FM2009 á Kaldármelum. Hann var með efstu hesta í A og B flokki gæðinga á úrtöku Þyts um helgina. Akkur frá Brautarholti var efstur í B flokki með 8,66 úrslitum, og Grásteinn frá Brekku efstur í A flokki með 8,49 í úrslitum.

Breytt dagskrá og nýr ráslisti - fyrri umferð úrtöku

15.06.2009
Fréttir
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á breyttum tímasetningum í dagskrá og smávægilegum breytingum á ráslista.

Skagfirskir gæðingar á Kaldármelum

15.06.2009
Fréttir
Gæðingamót Stíganda í Skagafirði var haldið á Vindheimamelum um helgina. Mótið var einnig úrtaka fyrir FM2009 á Vesturlandi og tóku Svaði á Hofsósi og Glæsir á Siglufirði þátt í henni. Góður árangur náðist í tölti og skeiði. Nokkrir þekktir gæðingar eru í FM sætum.