Jóna Fanney ráðinn framkvæmdastjóri LM2010

15. júní 2009
Fréttir
Jóna Fanney framkvæmdastjóri LM2010 ásamt stjórn Landsmóts ehf.
Þann 5.júní síðastliðinn kom saman til fundar ný stjórn Landsmóts ehf. Þann 5.júní síðastliðinn kom saman til fundar ný stjórn Landsmóts ehf. Í stjórn sitja þeir Haraldur Þórarinsson, formaður stjórnar og Vilhjálmur Skúlason, gjaldkeri, fyrir hönd LH og frá Bændasamtökum Íslands kemur Sigurbjartur Pálsson, ritari. Úr stjórn LM ehf. ganga þeir Lárus Dagur Pálsson, Gunnar Dungal og Ágúst Sigurðsson og eru þeim þökkuð góð störf á síðastliðnu starfsári.

Meðal málefna fundarins var að ganga frá ráðningu á framkvæmdastjóra fyrir LM2010. Það er hún Jóna Fanney Friðriksdóttir sem tekur það verkefni að sér en hún var einnig framkvæmdastjóri LM2008 og leysti það verkefni vel af hendi. Á fundinum var m.a.rætt um helstu verkefni sem framundan eru og tilnefnt var í framkvæmdanefnd fyrir LM2010. Auk stjórnarmanna og framkvæmdastjóra sitja í framkvæmdanefnd LM2010 Sigurður Ævarsson Hafnarfirði, Guðlaugur Antonsson hrossaræktaráðunautur, Guðmundur Sveinsson Skagafirði, Lilja Pálmadóttir Skagafirði, fulltrúi frá sveitarfélaginu Skagafirði, Hulda Gústafsdóttir Árbakka og Eymundur Þórarinsson fulltrúi frá Gullhyl ehf. sem er rekstraraðili mótsvæðisins á Vindheimamelum.

Landsmót 2010 er það 19. í röðinni og verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 28.júní til 4.júlí. Í undirbúningi er glæný heimasíða Landsmóts þar sem hægt verður að finna allt um Landsmót á þremur tungumálum.