Fegurðin í fyrirrúmi á FM2009

15. júní 2009
Fréttir
Seiður frá Flugumýri 2 er með hæstu sköpulagseinkunn inn á FM2009.
Níutíu og níu kynbótahross hafa unnið sér rétt til þátttöku á FM2009 á Kaldármelum. Eru það nokkuð fleiri hross en búist var við. Athygli vekur að sextíu og níu hross eru með fyrstu einkunn fyrir sköpulag, eða næstum sjö af hverjum tíu. Níutíu og níu kynbótahross hafa unnið sér rétt til þátttöku á FM2009 á Kaldármelum. Eru það nokkuð fleiri hross en búist var við. Athygli vekur að sextíu og níu hross eru með fyrstu einkunn fyrir sköpulag, eða næstum sjö af hverjum tíu.

Tuttugu til viðbótar eru með 7,90 og hærra fyrir sköpulag. Þrjátíu og fjögur hross eru með 8,20 og hærra. Þetta er mikil breyting frá því þegar mikill minni hluti kynbótahrossa á stórmótum náði fyrstu einkunn fyrir byggingu. Flest topphrossin komust áfram á hæfileikunum. Ríkjandi stefna í hrossarækt hefur því greinilega borið árangur. Í dag eiga hross lítinn sjens á toppsæti ef þau eru ekki með yfir 8,0 fyrir skölulag.