Sá guli verður með

15. júní 2009
Fréttir
Stefán Friðgeirsson og Dagur.
Stefán Friðgeirsson á Dalvík er skráður í HM úrtöku með Dag frá Strandarhöfði. Dagur, eða sá guli eins og Stefán kallar hann gjarnan, er 14 vetra. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð fimmgangara og gæðinga og gæti hæglega gert usla í baráttunni um fimmgangssætið í landsliðinu. Stefán Friðgeirsson á Dalvík er skráður í HM úrtöku með Dag frá Strandarhöfði. Dagur, eða sá guli eins og Stefán kallar hann gjarnan, er 14 vetra. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð fimmgangara og gæðinga og gæti hæglega gert usla í baráttunni um fimmgangssætið í landsliðinu.

Dagur er undan fyrrum heimsmeistara í fimmgangi, Baldri frá Bakka, og Sóleyju frá Tumabrekku, Hervarsdóttur frá Sauðárkróki. Hann var í úrslitum í A flokki gæðinga á LM2006 á Vindheimamelum, er margfaldur fimmgangsmeistari á Norðurlandi, var í úrslitum í fimmgangi á Íslandsmótinu í Kópavogi 2006 og hefur verið í úrslitum í A flokki á fjórðungsmótum á Austur- og Vesturlandi.

Þess má geta að Stefán er enginn táningur, varð sextíu og tveggja ára í vetur. Gott dæmi um hve hestaíþróttin er aldursvæn.