Félagaskrá uppfærist daglega

Nú er komin á tenging á milli SportFengs og Felix sem er það kerfi sem heldur utan um félagatöl allra hestamannafélaga eins og annarra íþróttafélaga. Nú er komin á tenging á milli SportFengs og Felix sem er það kerfi sem heldur utan um félagatöl allra hestamannafélaga eins og annarra íþróttafélaga. SportFengur les nú inn félagatölin úr Felix á hverri nóttu. Breytingar og lagfæringar varðandi félagsaðild hestamanna verða því hér eftir eingöngu gerðar í Felix en ekki beint í SportFeng. Þær breytingar sem gerðar eru í Felix í dag endurspeglast í SportFeng á morgun. Þetta þýðir að þeir sem hafa athugasemdir varðandi félagsaðild sína eiga að snúa sér beint til viðkomandi félags hvort sem málið varðar að fá sig rétt skráðan í félag eða úr félagi. Sá sem heldur utan um félagatalið gerir viðeigandi breytingar fyrir sitt félag í Felix. Það hafa komið upp fjölmörg vandamál tengd félagsaðildinni á undanförnum mánuðum en með þessum breytingum standa vonir til að þau heyri sögunni til.