Fréttir: Mars 2009

Hestar tamdir fyrr en áður var talið

05.03.2009
Fréttir
Hestar voru tamdir af manninum mun fyrr en áður var talið samkvæmt breskum fornleifafræðingum. Þeir hafa fundið merki þess að hross hafi verið notuð á menningarsvæði í Kazakhstan fyrir um 5.500 árum síðan.

SportFengur og Kappi 2009

05.03.2009
Fréttir
Komin er á vefinn ný handbók um Kappa og Sportfeng. Hana má finna á pdf. formi undir hnappnum “Keppnismál” hér á lhhestar.is: Ný handbók SportFengs og Kappa 2009.

Í hvaða hestamannafélagi ertu? — Rétt skráning á ábyrgð knapa og eigenda

05.03.2009
Fréttir
Keppendur, eigendur hesta og knapar þeirra, eru ábyrgir fyrir því að þeir séu rétt skráðir í félagatal LH og þar með Sportfeng. Allnokkrir hestamenn eru skráðir í tvö eða fleiri hestamannafélög. Þeir verða sjálfir að láta vita fyrir hvaða félag þeir ætla að keppa áður en keppnistímabilið hefst. Að öðrum kosti er undir hælinn lagt hvaða félag verður fyrir valinu í mótsskrá.

Sannkölluð veisla í KS-deildinni

05.03.2009
Fréttir
Það var sannkölluð veisla sem var boðið uppá í töltkeppni KS-deildar í gærkveldi og þau allra sterkustu úrslit sem sést hafa í Svaðastaðahöllinni. Bjarni og Komma hikstuðu aðeins í forkeppninni, en voru komin í gírinn í B-úrslitum.

Meistaradeild UMFÍ - Breytingar á dagskrá

05.03.2009
Fréttir
Ísleikar á Svínavatni hafa heldur betur sett strik í reikninginn hjá meistaradeild UMFÍ.  Að beiðni nokkurra liðsmanna meistaradeildarinnar hefur verið ákveðið að fresta fyrstu keppni sem átti að vera á laugardaginn kemur.  Þess í stað mun fyrsta keppni deildarinnar verða föstudaginn 13. mars og hefst hún kl. 1700.  Og til að jafna aðstöðu þátttakenda var ákveðið að keppni í smala verði frestað til 21. mars en slaktaumatölt T2 verði fyrsta keppnisdaginn eða 13. mars.

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti á laugardag!

05.03.2009
Fréttir
Aðrir vetrarleikar ársins verða haldnir laugardaginn 7.mars nk. í boði Keiluhallarinnar og Gusts. Öllum er boðið í kaffi í Helgukoti á milli kl. 11 og 13 og skráning á vetrarleikana fer fram á sama stað á milli kl. 11 og 12, en mótið hefst kl. 13. Mótið er annað af þremur í stigamótaröð Keiluhallarinnar.

Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna

04.03.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna-félaga er á fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Breytt fyrirkomulag fræðslunámskeiða hjá ÍSÍ

04.03.2009
Fréttir
ÍSÍ hefur breytt fyrirkomulagi fræðslunámskeiða. Nú er boðið upp á fimm kennslustunda fræðslukvöld sem fara fram í miðri viku, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Boðað hefur verið til hádegisfundar til að kynna breytingarnar.

Meistaradeild VÍS - Slaktaumatölt - Rásröð

04.03.2009
Fréttir
Á fimmtudaginn fer fram þriðja mótið í Meistaradeild VÍS. Mótið verður haldið í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Hart verður barist bæði í einstaklings og liðakeppninni og verður gaman að sjá hver mætir með hvern.