Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti á laugardag!

Aðrir vetrarleikar ársins verða haldnir laugardaginn 7.mars nk. í boði Keiluhallarinnar og Gusts. Öllum er boðið í kaffi í Helgukoti á milli kl. 11 og 13 og skráning á vetrarleikana fer fram á sama stað á milli kl. 11 og 12, en mótið hefst kl. 13. Mótið er annað af þremur í stigamótaröð Keiluhallarinnar. Aðrir vetrarleikar ársins verða haldnir laugardaginn 7.mars nk. í boði Keiluhallarinnar og Gusts. Öllum er boðið í kaffi í Helgukoti á milli kl. 11 og 13 og skráning á vetrarleikana fer fram á sama stað á milli kl. 11 og 12, en mótið hefst kl. 13. Mótið er annað af þremur í stigamótaröð Keiluhallarinnar.

Engin skráningargjöld. Gjaldgengir til þátttöku eru skuldlausir Gustsfélagar sem ekki hafa keppt undir merkjum annarra félaga á þessu ári.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og keppt í þessari röð:

Pollar (yngri en 10 ára)
Börn (að 13 ára)
Unglingar (14-17 ára)
Ungmenni (18-21 árs)
Konur II (minna keppnisvanar)
Karlar II (minna keppnisvanir)
Heldri menn og konur (+50 ára)
Konur I (meira keppnisvanar)
Karlar I (meira keppnisvanir)

Allir með!