Fréttir: Mars 2009

Þverpólitísk samstaða um hesthúsabyggð

19.03.2009
Fréttir
Bjarni Finnsson, formaður hestamannafélagsins Fáks, segir að það sé þverpólitísk samstaða í borgarstjórn Reykjavíkur um að umrætt svæði verði notað undir hesthúsabyggð og byggingar fyrir hestatengda starfssemi. Þær stofnanir sem fjallað hafi um málið á vegum borgarinnar hafa gefið út það álit að Elliðaánum og laxagengd í henni stafi ekki hætta af slíkri byggð. Enda muni ekkert frárennsli frá þeim byggingum fara í árnar.

Hestar eru gestir í Víðidal

19.03.2009
Fréttir
Orri Vigfússon Forsvarsmaður Verndarsjóðs villtra laxa, NASF, vill fá fund sem fyrst með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra vegna fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í næsta nágrenni við Elliðaár í Víðidal. Verndarsjóðurinn segir hesthúsabyggð með öllu óásættanlega og hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar.

KS deildin - Fimmgangur úrslit

19.03.2009
Fréttir
Hólasveinnin Árni Björn Pálsson (annar í rásröð) gaf fyrsta tóninn í fimmgangskeppni KS Meistaradeildar Norðurlands í gærkvölti. Og það var enginn feiltónn, því honum varð ekki haggað úr fyrsta sætinu út keppnina. Bjarni jónasson vann sig upp úr B úrslitum og hafnaði að lokum í 3. sætinu eftir að hlutkesti hafði verið varpað milli hans og Stefáns Friðgeirssonar.

Gæðingafimi í Ölfushöllinni í kvöld

19.03.2009
Fréttir
Keppt verður í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni í kvöld. Gæðingafimin er af mörgum talin ein mesta áskorun fyrir reiðmenn í keppni á íslenskum hestum. Þar eru sameinuð gildi klassískrar reiðmennsku, og þjóðlegrar íslenskrar reiðmennsku. Nokkrir knapar hafa riðið afar fallegar og vel útfærðar sýningar í þessari keppnisgrein.

Fyrsta upprifjunarnámskeið gæðingadómara

18.03.2009
Fréttir
Fyrsta upprifjunarnámskeið gæðingadómara verður haldið í kvöld, miðvikudag, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið hefst klukkan 18.00. Allir gæðingadómarar fengu sendan DVD disk auk annarra upplýsinga fyrir nokkru síðan og ætlast er til að menn komi undirbúnir til leiks. Námskeiðið kostar 5000 krónur, félagsgjald er 1500. Samtals 6500 krónur.

Ístölt – Þeir allra sterkustu

18.03.2009
Fréttir
Ístölt – Þeir allra sterkustu 2009, verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 4. apríl. Mótið er haldið til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Úrval knapa og töltara mun taka þátt í keppninni. Átta framúrskarandi stóðhestar verða sýndir.

Stjörnur mæta til leiks

17.03.2009
Fréttir
Það verða engar smá stjörnur sem munu etja kappi saman næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni þegar keppni í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS fer fram.

Æskulýðsnefnd frestar fundum

17.03.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH hefur frestað fundum sem halda átti á Akureyri um næstu helgi, og Egilsstöðum. Ristjótt tíðarfar og þétt dagskrá í hestamannafélögunum hafa sett mark sitt á undirtektir og því hefur verið ákveðið að fresta síðustu tveimur fundunum í fundaherferðinni um óákveðinn tíma.

KS deildin - Fimmgangur

17.03.2009
Fréttir
Á miðvikudagskvöldið er keppt í Svaðastaðahöllinni í fimmgangi og hefst keppnin kl. 20. Margir mjög athyglisverðir hestar eru skráðir til leiks og verður spennandi að fylgjast með.