Fréttir: Mars 2009

Tvö ísmót sameinast í eitt

16.03.2009
Fréttir
Birgir Skaptason og landsliðsnefnd LH hafa tekið ákvörðun um að sameina „Ístölt“ og íshallarmótið „Þeir allra sterkustu“. Sameinað mót fær nafnið „Ístölt – Þeir allra sterkustu“. Ágóði af mótinu mun renna til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Landsbankamót Sörla

16.03.2009
Fréttir
Annað Landsbankamót vetrarins í Sörla verður haldið 21. mars kl.14:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms.

Lífleg umræða um óskemmtilegt umræðuefni

16.03.2009
Fréttir
Fjöldi manns sótti málþingið „Út með ágrip“, sem haldið var á Hvanneyri, þrátt fyrir slæma veðurspá, sem rættist aldrei þessu vant. Að sögn Ágústs Sigurðssonar, rektors á Hvanneyri og fundarstjóra ráðstefnunnar, var létt yfir fundargestum, þrátt fyrir að umræðuefnið væri ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Næsti bær við Landsmót

16.03.2009
Fréttir
Um fimm þúsund manns komu á sýninguna Æskan og hesturinn sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Sýningin er því næst stærsta hestamót sem haldið er á Íslandi. Aðeins Landsmót fær fleiri gesti. Alls voru haldnar fjórar sýningar og fullt var út úr dyrum á þeim öllum. Á einni sýningunni þurfti að loka húsinu þar sem ásóknin var svo mikil að komast inn.

Meistaradeild VÍS - Gæðingafimi

16.03.2009
Fréttir
Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar.

Meistaradeild UMFÍ - úrslit í fimmgangi og tölti

14.03.2009
Fréttir
Hörkuspenna var í Rangárhöllinni í kvöld og margar glæstar sýningar litu dagsins ljós. Arnar Bjarki Sigurðarson sigraði fimmgang á Segli frá Miðfossum og Gústaf Ásgeir Hinriksson sigraði T2 á Knerri frá Syðra-Skörðugili

Æskan og hesturinn um helgina

13.03.2009
Fréttir
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls verða haldnar fjórar sýningar, tvær á laugardaginn og tvær á sunnudag. Sýningarnar eru klukkan 13.00 og 16.00 báða dagana.

Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni

12.03.2009
Fréttir
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009.

Hringvallarmálið er heitt

12.03.2009
Fréttir
Fjölmenni var á fundi Guðlaugs Antonssonar, hrossaræktarráðunauts, og Kristins Guðnasonar, formanns fagráðs og Félags hrossabænda, í Þingborg í gærkvöldi. Heitasta umræðuefnið voru hugmyndir um að færa dóma á kynbótahrossum inn á gæðingavöll. Gunnar Arnarson, hrossaræktandi á Auðsholtshjáleigu, varar við þeim breytingum og segist sjá í þeim margar hættur.