Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna-félaga er á fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna-félaga er á fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta.


Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

Fundur í boði Geysis verður haldinn fimmtudaginn þann 5. mars kl. 20:00 í Kanslaranum, Hellu.

Félög: Geysir, Háfeti, Hornfirðingur, Kópur, Ljúfur, Logi, Sindri, Sleipnir, Smári og Trausti.

Hlökkum til að sjá ykkur.                              

Æskulýðsnefnd LH