Breytt fyrirkomulag fræðslunámskeiða hjá ÍSÍ

04. mars 2009
Fréttir
ÍSÍ hefur breytt fyrirkomulagi fræðslunámskeiða. Nú er boðið upp á fimm kennslustunda fræðslukvöld sem fara fram í miðri viku, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Boðað hefur verið til hádegisfundar til að kynna breytingarnar. ÍSÍ hefur breytt fyrirkomulagi fræðslunámskeiða. Nú er boðið upp á fimm kennslustunda fræðslukvöld sem fara fram í miðri viku, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Boðað hefur verið til hádegisfundar til að kynna breytingarnar.

Þessi fræðslukvöld eru opin fyrir alla, sem áhuga hafa á efninu hverju sinni, burtséð frá því hvort þátttakendur eru þjálfarar, iðkendur, stjórnendur, foreldrar og svo framvegis.  Þátttökugjaldi er mjög stillt í hóf.

Af þessu tilefni hefur ÍSÍ boðað til hádegisfundar föstudaginn 6. mars í E sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá klukkan 12.00 – 13.00. Þar verður farið yfir þessar breytingar og þær kynntar og ræddar.

Þær spurningar sem setttar verða fram í dagskrá eru meðal annarra:

Fræðsla fyrir hverja?
 
Þarf þjálfaramenntun til að þjálfa börn?
 
Hef „ég“ tíma fyrir þjálfaranámskeið?
 
Af hverju þjálfaramenntun?
 
Get „ég“ tekið þetta í fjarnámi?
 
Hvað læri ég á þessum námskeiðum?
 
Hvað með kostnað?
 
Hvaða réttindi fæ „ég“?
 
Hvað með endurmenntun?

Sérsamböndin eru sérstaklega hvött til að senda fulltrúa á hádegisfundinn.