Fréttir: Mars 2009

Ástæða til að ganga í hestamannafélag

03.03.2009
Fréttir
Allir félagsmenn í FEIF, og þar með taldir allir félagsmenn í LH, munu fá frían aðgang að WorldFeng innan tíðar. Samkomulag milli FEIF og Bændasamtaka Íslands um þess efnis frá því í fyrra var samþykkt á aðalfundi FEIF sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi síðastliðna helgi.

KS deildin - Meistaradeild Norðurlands

02.03.2009
Fréttir
Þá er komið að öðru keppniskvöldi KS deildarinnar Á miðvikudagskvöldið verður keppt í tölti og hefst keppnin kl. 20.00 Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks og ljóst að keppnin verður hörð.

Svellkaldar í ljósmyndasafni

02.03.2009
Fréttir
Ljósmyndasöfn frá Svellköldum konum 2009 er komið á vefinn. Smellið á “Ljósmyndir” hér til vinstri og þá getið þið skoðað myndir frá þessu skemmtilega hestamóti. Góða skemmtun.

Stórstjörnur á ÍS-Landsmóti á Svínavatni 7. mars

02.03.2009
Fréttir
Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B flokkinn í fyrra á Svínavatni.Tryggvi Björnsson mætir með Akk frá Brautarholti sem varð í 3. sæti  B-fl. á LM 2008.

Svellkaldar í Sjónvarpinu

02.03.2009
Fréttir
Það hefur reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hestamennskuna samþykkta sem íþrótt í Sjónvarpi allra landsmanna, hvað þá hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Það er því kærkominn áfangasigur í hvert sinn sem það tekst.

Lena og Eining kaldastar á svellinu

02.03.2009
Fréttir
Konur er svellkaldar ef því er að skipta. Og ekkert síður en karlar. Það sýndu þær á hinu árlega ísmóti “Svellkaldar konur” sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn var. Lena Zielinski á Einingu frá Lækjarbakka sigraði í opnum flokki og þær stöllur voru útnefndar glæsilegasta par mótsins af dómurum.

Arnar Bjarki og Rakel Natalie jöfn á toppnum

02.03.2009
Fréttir
Meistaradeild UMFÍ var hleypt af stokkunum á laugardaginn var. Fimmtán keppendur skráðu sig í deildina, sem er töluvert færra en búist var við. Á meðal keppenda eru kunnir knapar úr röðum æskufólks. Arnar Bjarki Sigurðsson og Rakel Natalie Kristinsdóttir eru efst og jöfn að stigum eftir fyrstu umferð. Rakel sigraði í tveimur greinum, fjórgangi og tölti, en Arnar varð efstur í fimmgangi og í öðru sæti í tölti.