Æskan og hesturinn um helgina

13. mars 2009
Fréttir
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls verða haldnar fjórar sýningar, tvær á laugardaginn og tvær á sunnudag. Sýningarnar eru klukkan 13.00 og 16.00 báða dagana. Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls verða haldnar fjórar sýningar, tvær á laugardaginn og tvær á sunnudag. Sýningarnar eru klukkan 13.00 og 16.00 báða dagana.

Sýningin er samstarfsverkefni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk Mána í Keflavík. Krakkarnir í þessum félögum hafa æft af kappi síðustu vikurnar undir styrkri stjórn sinna þjálfara og bíða spennt eftir helginni. Það er í mörgu að snúast fyrir sýningu sem þessa og margar hendur hafa lagt hönd á plóginn svo að allt gangi sem best fyrir sig.

Grímureiðin er hefðbundin liður sýningarinnar og verður nú upphafsatriði sýningarinnar. Þar koma krakkar í glæsilegum grímubúningum fram og er þeim skipt í tvo hópa, teymingarhóp og svo þá sem ríða sjálfir á hægu tölti eða brokki.

Það verður spennandi að sjá hvaða atriði krakkarnir ætla að bjóða gestum uppá um helgina og vert að taka annan daginn frá og skella sér á sýningu.