Fréttir: Nóvember 1999

Grettir og Gustur frá Lækjarbakka unnu B-úrslit í ungmennaflokki

30.11.1999
Fréttir
Grettir Jónasson vann B-úrslitin í ungmennaflokki og ríður A-úrslitin á morgun. Keppnin var hörð og jöfn.

Svandís Lilja í A-úrslitin í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi urðu efst í B-úrslitum í barnaflokki. Þau fara í A-úrslitin á morgun.

Stakkur frá Halldórsstöðum sigraði b-úrslit A-flokks

30.11.1999
Fréttir
Brekkan hyllti ákaft gæðinginn Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson sem eftir hörkukeppni unnu B-úrslitin í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn er einnig með efsta hest í A-flokknum. Mögnuð tilþrif sáust á vellinum í dag.

Stakkur frá Halldórsstöðum sigraði b-úrslit A-flokks

30.11.1999
Fréttir
Brekkan hyllti ákaft gæðinginn Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson sem eftir hörkukeppni unnu B-úrslitin í A-flokki gæðinga. Sigurbjörn er einnig með efsta hest í A-flokknum. Mögnuð tilþrif sáust á vellinum í dag.

Arnar Logi Lúthersson sigurvegari í unglingaflokki

30.11.1999
Fréttir
Arnar Logi Lúthersson og Frami frá Víðidalstungu II sigruðu í A-úrslitin í unglingaflokki með glæsibrag, með einkunnina 8,80. Arnar Logi er fulltrúi hestamannafélagsins Harðar, en það er Grettir Jónasson einnig sem hlaut fyrsta sætið í ungmennaflokki. Er ástæða til að óska Herði til hamingju með glæsilega fulltrúa úr yngri deildum félagsins.

Sigurbjörn Bárðar og Snorri Dal sigurvegarar í skeiði

30.11.1999
Fréttir
Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal áttu besta tímann í 250 metra skeiði, 22,95 sek. Snorri Dal og Speki frá Laugardal fóru 150 metrana á 15,04 sek og höfnuðu í efsta sæti. Mikil stemning var í brekkunni þegar skeiðkeppnin fór fram.

Birna Ósk og Smyrill sigurvegarar í barnaflokki

30.11.1999
Fréttir
Birna Ósk Ólafsdóttir fór með sigur af hólmi í A-úrslitum í barnaflokki á Smyrli frá Stokkhólma. Hlaut hún einkunnina 8,82. Frábær tilþrif sáust í barnaflokknum og var haft á orði hversu góða reiðmennsku ungu knaparnir sýndu.

Hróður frá Refsstöðum hlaut Sleipnisbikarinn

30.11.1999
Fréttir
Hróður frá Refsstöðum hlaut fyrsta sætið og Sleipnisbikarinn að þessu sinni, sem er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hróður er aðeins 13 vetra gamall, en getur þó státað af því að eiga yfir 50 dæmd afkvæmi.

Aris frá Akureyri sigurvegari í A-flokki gæðinga eftir magnþrungna keppni

30.11.1999
Fréttir
Aris frá Akureyri sigraði A-flokk gæðinga eftir magnþrungna úrslitakeppni. Árni Björn Pálsson var að vonum glaður með árangurinn og lyfti bikarnum hátt á loft. Kolskeggur frá Oddhóli stóð efstur fyrir skeiðið, en hann lá ekki í fyrri sprettinum og svo kom í ljós að dottið hafði skeifa undan klárnum.