Fréttir: Nóvember 1999

Íþróttamenn ársins hjá LH

30.11.1999
Fréttir
Sérsambönd innan ÍSÍ tilnefna nú eitt af öðru kandídata sína til íþróttamanns ársins. Landssamband hestamannafélaga hefur valið tvo knapa, mann og konu, sem sína íþróttamenn. Þeir verða kynntir föstudaginn 19. desember klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Salmonella magnast upp við kjöraðstæður

30.11.1999
Fréttir
Fyrir tæpum tveimur áratugum drápust á annað hundrað hrossa úr salmonellu sýkingu í Landeyjum og víðar á Suðurlandi. Aðallega fölold og trippi. Þar er talsvert um vatnsból sem eru tjarnir sem grafnar eru í landið.

Sýkingin í lokuðum vatnsbólum

30.11.1999
Fréttir
Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.

Sorgleg jól hestamanna í Mosfellsbæ

30.11.1999
Fréttir
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.

Stefnt að hreinu hesthúsahverfi fyrir áramót

30.11.1999
Fréttir
Stefnt er að því að flytja þau hross, sem talin eru að muni lifa af salmonellu sýkinguna, burt úr hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ sem allra fyrst. Yfir tuttugu af fjörutíu sem veiktust hafa drepist og í gær voru ein fjögur sem talið var að myndu ekki lifa af.

Árangur Íslendinga á NM 2008

30.11.1999
Fréttir
Yfirlit yfir árangur Íslendinga á Norðurlandamótinu 2008.

Vilja að Skógarhólar verði áfram

30.11.1999
Fréttir
Samningur Landssambands hestamannafélaga og Þingvallanefndar um afnot hestamanna af Skógarhólum rann út á síðastliðnu ári. Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli.

Varnarsigur í útflutningi hrossa

30.11.1999
Fréttir
Lækkandi gengi krónunnar hefur ekki orðið til þess að auka sölu á hrossum til útlanda samkvæmt útflutningstölum. Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands hafa verið flutt út 932 hross það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt út 1078 hross. Útflutningurinn hefur því dregist saman um 146 hross, eða 13,5%.

Vilja fækka fulltrúum á Landsþingum LH

30.11.1999
Fréttir
Alls liggja 32 tillögur fyrir Landsþingi LH sem haldið verður á Klaustri dagana 24. og 25. október. Nálgast má pdf. skjöl með dagskrá þingsins og tillögum undir hnappnum LANDSÞING hér til vinstri á síðunni. Á meðal tillaga er ein frá stjórn LH um að fulltrúum á Landsþingum verði fækkað.