Fréttir: Nóvember 1999

Vilja sjá endurskoðaða reikninga Landsmóta

30.11.1999
Fréttir
Fáksmenn vilja fá að sjá endurskoðaða reikninga á Landsþingum LH. Ófært sé að reikningar Landsmóta séu ekki kynntir svo svo árum skiptir. Einnig vilja þeir fá að sjá bráðabirgðauppgjör þess móts sem er nýafstaðið hverju sinni. Þetta kemur fram í tillögu sem hestamannafélagið Fákur hefur lagt fyrir 56. Landsþing LH.

Vilja ekki raska aldursflokka skiptingu

30.11.1999
Fréttir
Keppnisnefnd LH er á móti þeirri tillögu Fáksmanna að keppendur í ungmennaflokki fái að keppa í meistaraflokki; keppa upp fyrir sig eins og sagt er. Telur nefndin að það skapi fleiri vandamál en það leysir.

Skógarhólanefnd verði endurreist

30.11.1999
Fréttir
Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH.

Átta ræktunarbú tilnefnd

30.11.1999
Fréttir
Átta hrossaræktarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna ársins 2008. Búin eru: Auðsholtshjáleiga, Fet, Hákot, Ketilsstaðir á Völlum, Lundar II, Skipaskagi, Strandarhjáleiga og Þúfur/Stangarholt. Eitt þessar búa hlýtur verðlaunin sem verða afhent á uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.

Viðsnúningur í gæðahlutföllum

30.11.1999
Fréttir
Frá 1990 hefur orðið viðsnúningur í hlutföllum einkunna á jöðrum dómskalans. Hlutfall hrossa sem fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn árið 1990 var 6,5%. Á þessu ári fengu 36,8% sýndra kynbótahrossa 8,0 eða hærra í aðaleinkunn.

Íþróttadómarar lækka launin sín!!

30.11.1999
Fréttir
Aðalfundur HÍDÍ var haldinn mánudaginn 26.jan. og var þetta óvenju vel sóttur fundur, eða um 30 dómarar. Íþróttadómararar létu veðrið ekki á sig fá og komu nokkrir úr Eyjafirðinum. Sigurbjörn Bárðarson stjórnaði aðalfundinum röggsamlega. Rætt var um hin ýmsu mál íþróttadómara.

Orðsending frá keppnisnefnd LH

30.11.1999
Fréttir
Orðsending frá keppnisnefnd vegna spurninga frá mótshöldurum: Í lögum og reglum LH segir í kafla 8,4.9:

Landbúnaðarháskóli Íslands – Endurmenntun LbhÍ

30.11.1999
Fréttir
Mikill áhugi er á námskeiðum er viðkemur reiðmannsku. Í sumar bauð Endurmenntun LbhÍ fram tveggja ára námskeiðsröð er nefnist Reiðmaðurinn og hófu 44 nemendur nám á þeirri línu um síðustu helgi.

Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

30.11.1999
Fréttir
Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.