Aris frá Akureyri sigurvegari í A-flokki gæðinga eftir magnþrungna keppni

30. nóvember 1999
Fréttir
Aris frá Akureyri sigraði A-flokk gæðinga eftir magnþrungna úrslitakeppni. Árni Björn Pálsson var að vonum glaður með árangurinn og lyfti bikarnum hátt á loft. Kolskeggur frá Oddhóli stóð efstur fyrir skeiðið, en hann lá ekki í fyrri sprettinum og svo kom í ljós að dottið hafði skeifa undan klárnum. Aris frá Akureyri sigraði A-flokk gæðinga eftir magnþrungna úrslitakeppni. Árni Björn Pálsson var að vonum glaður með árangurinn og lyfti bikarnum hátt á loft. Kolskeggur frá Oddhóli stóð efstur fyrir skeiðið, en hann lá ekki í fyrri sprettinum og svo kom í ljós að dottið hafði skeifa undan klárnum.

Aris frá Akureyri sigraði A-flokk gæðinga eftir magnþrungna úrslitakeppni. Árni Björn Pálsson var að vonum glaður með árangurinn og lyfti bikarnum hátt á loft. Kolskeggur frá Oddhóli stóð efstur fyrir skeiðið, en hann lá ekki í fyrri sprettinum og svo kom í ljós að dottið hafði skeifa undan klárnum. Sigur í A-flokki gæðinga er eini titillinn sem Sigurbjörn hefur ekki hampað. Þetta var því magnþrungin stund, en brekkan hyllti þá félaga þegar þeir riðu á feti framhjá áhorfendaskaranum í lok keppninnar.

A-úrslit í A-flokki gæðinga:

1     Árni Björn Pálsson   / Aris frá Akureyri  8,86 
2     Daníel Jónsson   / Illingur frá Tóftum  8,79 
3     Þórarinn Eymundsson   / Tindur frá Varmalæk  8,76 
4     Sigurður Sigurðarson   / Sturla frá Hafsteinsstöðum  8,75 
5     Sigríður Pjetursdóttir   / Þytur frá Kálfhóli 2  8,74 
6     Guðmundur Björgvinsson   / Þytur frá Neðra-Seli  8,59 
7     Þórður Þorgeirsson  / Lady frá Neðra-Seli  8,56 
8     Sigurbjörn Bárðarson   / Kolskeggur frá Oddhóli  7,87