Hróður frá Refsstöðum hlaut Sleipnisbikarinn

30. nóvember 1999
Fréttir
Hróður frá Refsstöðum hlaut fyrsta sætið og Sleipnisbikarinn að þessu sinni, sem er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hróður er aðeins 13 vetra gamall, en getur þó státað af því að eiga yfir 50 dæmd afkvæmi. Hróður frá Refsstöðum hlaut fyrsta sætið og Sleipnisbikarinn að þessu sinni, sem er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hróður er aðeins 13 vetra gamall, en getur þó státað af því að eiga yfir 50 dæmd afkvæmi.

Hróður frá Refsstöðum hlaut fyrsta sætið og Sleipnisbikarinn að þessu sinni, sem er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hróður er aðeins 13 vetra gamall, en getur þó státað af því að eiga yfir 50 dæmd afkvæmi. Hróður er með 126 stig í kynbótamati og segir meðal annars um hann í dómsorði að hann gefi fríð og framfalleg, háfætt og sívöl hross með afbragðs klárgangi og þjálum vilja. Ræktandinn er Jenný Franklínsdóttir, en  eigandi er Mette Mannseth, hinn þekkti knapi og hrossaræktandi á Þúfum í Viðvíkursveit í Skagafirði. 13 afkvæmi Hróðurs voru sýnd á Landsmótinu í dag og veitti Mette Sleipnisbikarnum viðtöku. Fjölmenni var í brekkunni og klappaði ákaft fyrir hinum fríða afkvæmahópi.

Sær frá Bakkakoti hlaut einnig heiðursverðlaun og annað sætið. Hann á 53 dæmd afkvæmi og er með 125 stig í kynbótamati. Sær er sagður gefa reist og myndarleg, en allfótasnúin og óprúð hross. Gæðingskostir eru ótvíræðir, afkvæmin eru harðviljug og getumikil. Ræktandi er Ársæll Jónsson í Eystra-Fróðholti, en eigandi er Sær sf.