Fréttir

Auglýst eftir umsóknum á Youth-Camp á Íslandi

04.03.2019
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.

U21-landsliðshópur LH

28.02.2019
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í Líflandi þann, 28. febrúar. Þetta er annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna.

Límtré Vírnet styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

26.02.2019
Fréttir
Fyrirtækið Límtré Vírnet er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH og Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs Límtré Vírnets undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.

BM Vallá styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

26.02.2019
Fréttir
Fyrirtækið BM Vallá er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH og Lárus Dagur Pálsson forstjóri BM Vallá undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.

Breyttar áherslur í afreksmálum LH

25.02.2019
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu þann 24. febrúar, landsliðshóp LH í hestaíþróttum. Þetta er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum.

Heimildamynd um íslenska hestinn á FEI TV

22.02.2019
Fréttir
Fyrsti hluti heimildamyndar í tveimur hlutum um íslenska hestinn er kominn í sýningar hjá stærsta hestafjölmiðli í heimi.

FEIF-þingið 2019

08.02.2019
Fréttir
FEIF-þingið 2019 var haldið dagana 1. til 3. febrúar í Berlín.

Samtal dómara og knapa

05.02.2019
Fréttir
Aðalfundur FT og málfundur um stöðu keppni og sýninga verður haldið miðvikudagskvöldið 6. febrúar í sal reiðhallar Fáks.

Ferða- samgöngu- og öryggisnefnd LH var með erindi í Sörla

04.02.2019
Fréttir
Ferða- og samgöngunefnd LH var með erindi um reiðvegamál og kynningu á kortasjánni laugardaginn 2. febrúar síðastliðinn.