Myndir í Kortasjá LH

11. mars 2019
Fréttir

Eins og glöggir notendur kortasjárinnar hafa séð að þá  er nú möguleiki að að setja inn  myndir í kortasjána. Umsjónarmenn kortasjárinnar óska eftir myndum frá hestamönnum til að bæta í kortasjána. Æskilegt er að myndirnar sýni glögglega aðstöðu við reiðleiðirnar t.d. áningastaði, skála, fallegar landslagsmyndir þar sem reiðleiðin sést.  Ekki er óskað eftir myndum sem sýna bara vinahópa eða fólk við aðrar aðstæður sem koma reiðleiðunum ekki við. Fólki er bent á að stofna aðgang á Flickr sem er einskonar myndaalbúm á netinu og er frítt fyrir amk. fyrstu þúsund myndirnar. ( Sjá skýringar hér neðar ).

Flickr-albúm virka þannig að allir sem vilja setja inn myndir þurfa að stofna aðgang. Þegar það er búið er mjög einfalt að senda mynd beint frá símanum sínum inn á Flickr-albúmið sitt. Það er bara eigandi að hverju albúmi og bara hann sem getur sett þar inn myndir. Grúppur eru síðan hugsaðar til að deila myndum margra á einum stað þannig að það geta margir sett inn myndir á grúppur. Þeir hestamenn sem hafa áhuga á að setja inn myndir á kortasjána þurfa:

1: Stofna aðgang á Flickr og sækja um að fá leyfi til að bæta inn myndum á grúppuna "Landssamband hestamannafélaga".

2: Taka mynd og setja inn á Flickr albúmið "mitt". ATH. myndirnar verða að hafa GPS staðsetningu. Í Iphone er GPS staðsetning sjálfgefin en í Android þarf að gefa símanum þessa heimild.

3: Opna Flickr í vafra eða nota Appið til að "senda" myndina úr albúminu yfir í grúppuna "Landssamband hestamannafélaga".

4: Þegar umsjónamaður LH á grúppunni er búinn að samþykkja myndina birtist hún á kortasjánni.

Allir nýrri myndavélasímar eru í dag með möguleika á að senda myndir beint inn á albúm viðkomandi eða þá að það er hægt að setja inn myndir eftir á.  Hægt er að hlaða ókeypis niður Flickr APPinu frá Google Playstore (fyrir Android síma) og Appstore (fyrir Iphone síma) þar sem hægt er að vinna með myndirnar  OG/EÐA senda þær yfir í grúppu.

Frekari upplýsingar: klopp@simnet.is og lh@lhhestar.is.