Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu"

04. apríl 2019
Fréttir

Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er óvenjuglæsileg þetta árið. Eigendur hátt dæmdra stóðhesta hafa gefið toll til stuðnings íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Stóðhestaveltan virkar þannig að menn kaupa umslag á kr. 35.000 og draga það sjálfir úr pottinum. Síðan kemur í ljós undir hvaða gæðing viðkomandi hefur hlotið folatoll. Allir sem kaupa umslag fá toll.

Fyrstu 10 hestarnir sem komnir eru í pottinn eru ekki af verri endanum:

Kiljan frá Steinnesi – tollinn gefur Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Ingolf Nordal
Blær frá Torfunesi – tollinn gefur Torfunes ehf. - o.fl.
Ljósvaki frá Valstrýtu – tollinn gefur Guðjón Árnason
Brynjar frá Bakkakoti – tollinn gefur Elísabet María Jónsdóttir
Sirkus frá Garðshorni – tollinn gefur Sóleyjarbakki ehf. og Kristín Magnúsdóttir
Þór frá Stóra-Hofi – tollinn gefur Bæring Sigurbjörnsson
Kjuði frá Dýrfinnustöðum – tollinn gefur Friðrik Ingólfur Helgason
Nökkvi frá Hrísakoti – tollinn gefur Sif Matthíasdóttir
Goði frá Bjarnarhöfn – tollinn gefur Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir
Heiður frá Eystra-Fróðholti – tollinn gefur Ársæll Jónsson og Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir