Fréttir

NM2008 T2 Tölt fullorðinna

07.08.2008
Fréttir
Eva-Karin Bengtsson á Kyndli frá Hellulandi er með afgerandi yfirburði í slaktaumtölti fullorðinna á NM2008. Hún er með 7,80 í einkunn en næsti keppandi með 7,07. Hún keppir fyrir Svíþjóð. Kyndill er undan Andvara frá Ey og Dvöl frá Syðri-Brekkum, Viðarsdóttur frá Viðvík.

Tölt T2 – Unglingar og ungmenni

07.08.2008
Fréttir
Valdimar Bergstað er fimmti inn í A úrslit í slaktaumatölti unglinga og ungmenna, en þeim flokkum er steypt saman í þessari grein. Valdimar reið hestinum Gauk frá Kílhrauni. Teitur Árnason og Ragnheiður Hallgrímsdóttir eru í níunda og tíunda sæti.

Norðurlandamótið í hestaíþróttum sett í gær

07.08.2008
Fréttir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum, NM2008, var sett í gær, miðvikudag. Mótið er haldið í Seljord í Noregi, en þar hafa áður verið haldin Norðurlandamót og heimsmeistaramót í hestaíþróttum.

Bjarnleifur hættir sem formaður

07.08.2008
Fréttir
Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Gusts í Kópavogi, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Glaðheimum fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 20.00.

NM2008 Guðmundur Einarsson með yfirburði í gæðingaskeiði

07.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg hafði algjöra yfirburði í gæðingaskeiði fullorðinna á NM2008 í Seljord. Hann fékk 8,71 í einkunn. Hann keppir fyrir Svíþjóð. Næsti keppandi, Sigurður Óskarsson á Kolbeini frá Þóroddsstöðum, fékk 8,04 í einkunn.

NM2008 Gæðingaskeið ungmenna, gullið til Svía

07.08.2008
Fréttir
Teitur Árnason á Hraunari frá Kirkjuferjuhjáleigu var hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli í gæðingaskeiði ungmenna á NM2008 í Seljord. Niðurhæging í fyrri spretti mistókst en seinni spretturinn var mjög góður. Hann hafnaði í öðru sæti. Það var hins vegar Svíinn Hedvig Larsson sem hreppti gullið með nokkrum yfirburðum, fékk 6,30 í einkunn. Arnar Bjarki Sigurðsson á Snar frá Kjartansstöðum varð fjórði.

NM2008 Gull til Íslands í gæðingaskeiði unglinga

07.08.2008
Fréttir
Ragnheiður Hallgrímsdóttir er Norðurlandameistari í gæðingaskeiði unglinga. Hún reið hestinum Júpíter frá Ragnheiðarstöðum, sem er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og Venusi frá Skarði, sem Sigurður Matthíasson reið sig frægan á um árið.

NM2008 Heimir efstur í fjórgangi fullorðinna

07.08.2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er efstur í fjórgangi fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni með 6,97 í einkunn. Hann átti hnökralitla og heilsteypta sýningu og allir dómarar nokkuð sammála í einkunnum. Næstur er Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A með 6,90. Báðir keppa fyrir Ísland, báðir búsettir í útlöndum.

FEIF Youth Cup í Brunnadern í Sviss

29.07.2008
Fréttir
Vikuna 12. – 20.júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.