Norðurlandamótið í hestaíþróttum sett í gær

Norðurlandamótið í hestaíþróttum, NM2008, var sett í gær, miðvikudag. Mótið er haldið í Seljord í Noregi, en þar hafa áður verið haldin Norðurlandamót og heimsmeistaramót í hestaíþróttum. Norðurlandamótið í hestaíþróttum, NM2008, var sett í gær, miðvikudag. Mótið er haldið í Seljord í Noregi, en þar hafa áður verið haldin Norðurlandamót og heimsmeistaramót í hestaíþróttum.

Norðurlandamótið í hestaíþróttum, NM2008, var sett í morgun, miðvikudag. Mótið er haldið í Seljord í Noregi, en þar hafa áður verið haldin Norðurlandamót og heimsmeistaramót í hestaíþróttum.

Seljord er lítið sveitaþorp í afskekktum dal og ekki ákjósanlegasti staðurinn fyrir stórmót af þessu tagi, ef tekið er mið af gistimöguleikum og möguleikum í nýjustu tækni og vísindum.

Náttúrufegurðin er hins vegar einstök og sannkölluð sveitastemmning á svæðinu.

Aðstæður á svæðinu er að flestu leyti góðar. Vellirnir malarbornir með fínum mulningi, sem á það til að losna, en góðir að öðru leyti.

Sérlega eru þeir góðir út frá sjónarhóli ljósmyndara, en enginn girðing er á innanverðum hringvellinum. Norðmenn eru hlýlegir gestgjafar, en nokkuð fastir í forminu og ekki fljótir til „reddinga\" ef eitthvað bregður út af. Til dæmis hefur ekkert Internet samband verið í „Pressroom\" í dag og mikið bras að komast í það.

Til gamans um siði og venjur Norðmanna í sveitinni má segja frá því að undirritaður fór á veitingahús hér í Seljord í gærkvöldi. Aðeins einn þjónn var við afgreiðslu og nokkuð löng bið eftir matnum. Þegar ég hafði lokið við ágæta máltíð bað ég þjóninn um kaffi. Nei, því miður. Búið að loka! Að öðru leyti gengur allt vel fyrir sig. Veðrið er milt og gott, hlýtt og dálitlar skúrir af og til. Dagskráin í fyrramálið hefst með keppni í slaktaumatölti unglinga og ungmenna.

Mynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Gusts, dró íslenska fánann að húni við setningu NM2008.

LH-Hestar/Jens Einarsson