NM2008 Heimir efstur í fjórgangi fullorðinna

07. ágúst 2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er efstur í fjórgangi fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni með 6,97 í einkunn. Hann átti hnökralitla og heilsteypta sýningu og allir dómarar nokkuð sammála í einkunnum. Næstur er Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A með 6,90. Báðir keppa fyrir Ísland, báðir búsettir í útlöndum.Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er efstur í fjórgangi fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni með 6,97 í einkunn. Hann átti hnökralitla og heilsteypta sýningu og allir dómarar nokkuð sammála í einkunnum. Næstur er Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A með 6,90. Báðir keppa fyrir Ísland, báðir búsettir í útlöndum.

Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er efstur í fjórgangi fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni með 6,97 í einkunn. Hann átti hnökralitla og heilsteypta sýningu og allir dómarar nokkuð sammála í einkunnum. Næstur er Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A með 6,90. Báðir keppa fyrir Ísland, báðir búsettir í útlöndum.

Forkeppnin var skemmtileg og fallegar sýningar inn á milli.

Styrkleikinn í flokknum er þó ekki sérlega mikill yfir það heila.

Sýning Jóhanns Skúlasonar var mjög falleg, sérstaklega hæga töltið.

Heill hringur á takthreinu og glæsilegu tölti, dillandi á bak við slaka keðju. Gangtegundin í senn með svif og spyrnu, en hvíld í hreyfingunni, — ef þau orð ná að lýsa tilfinningunni sem reiðmennska Jóhanns vakti!

Eins og oftast áður hækkuðu dómar þegar á leið. Agnes Helga Helgadottir á Glóðís frá Toven, skaust í A úrslit þrátt fyrir að gera mistök á þremur gangtegundum, stökki, brokki og greiðu tölti.

Ekki sannfærandi fyrir dómgæsluna. Í staðinn fór Hulda Gústafsdóttir á Lokki frá Þorláksstöðum niður í B úrslit, en hún var önnur í rásröð. Var með mjög góða sýningu og hefði líklega verið í þremur efstu sætum með betra rásnúmer.

Keppendur í B úrslitum eru mjög jafnir að stigum og dagsformið getur ráðið úrslitum um hver hrekkur upp í B úrslitin. Hulda verður að teljast sigurstrangleg ef hún og Lokkur halda sama dampi og í forsýningunni. Það er þó aldrei á vísan að róa. Sumir hestar una sér best í úrslitum með öðrum hestum inn á brautinni. Springa út við þær aðstæður. B úrslit fara fram á laugardag.

Mynd: Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka.

A-ÚRSLIT:

01 012 Heimir Gunnarsson / IS Ör frá Prestsbakka [-] 6,97 PREL 7,3 (2) 7,2 (2) 6,8 (3) 6,9 (1) 6,8 (2)

02 015 Jóhánn R Skúlason / IS Kiljan frá Blesastöðum 1A [-] 6,90 PREL 6,8 (6) 7,3 (1) 6,7 (5) 6,9 (1) 7,0 (1)

03 064 Lilian Pedersen / DK Þór frá Ketu [-] 6,83 PREL 7,4 (1) 6,8 (4) 6,8 (3) 6,9 (1) 6,8 (2)

04 089 Agnes Helga Helgadottir / N Glóðís frá Toven [-] 6,80 PREL 7,0 (3) 6,6 (8) 6,9 (2) 6,9 (1) 6,6 (6)

05 038 Helene Blom / S Soldán frá Hvítanesi [-] 6,67 PREL 6,4 (13) 6,8 (4) 6,7 (5) 6,7 (5) 6,6 (6)

B-ÚRSLIT:

06 014 Hulda Gústafsdóttir / IS Lokkur frá Þorláksstöðum [-] 6,60 PREL 6,6 (9) 6,6 (8) 6,5 (7) 6,6 (6) 6,7 (5)

07 046 Gabi Holgerman / S Taktur från Örvik [-] 6,57 PREL 6,9 (4) 6,6 (8) 6,4 (9) 6,6 (6) 6,5 (9)

07 091 Nils-Christian Larsen / N Kvika vom Forstwald [-] 6,57 PREL 6,1 (15) 6,6 (8) 7,0 (1) 6,3 (11) 6,8 (2)

09 016 Kristján Magnússon / IS Gellir frá Árbakka [-] 6,53 PREL 6,9 (4) 6,7 (6) 6,4 (9) 6,4 (8) 6,5 (9)

09 058 Laura Midtgård / DK Herkules fra Pegasus [-] 6,53 PREL 6,6 (9) 7,1 (3) 6,3 (12) 6,4 (8) 6,6 (6) ..................................

11 043 Jan Bengtsson / S Embla från Smedjegården [-] 6,40 PREL 6,5 (11) 6,7 (6) 6,2 (14) 6,4 (8) 6,3 (11)

12 045 Hjalti Guðmundsson / S Reynir fra Hólshúsum [-] 6,37 PREL 6,7 (7) 6,6 (8) 6,1 (16) 6,2 (13) 6,3 (11)

13 093 Trude Berthelsen / N Assi frá Stóra-Hofi [-] 6,27 PREL 6,4 (13) 6,1 (15) 6,5 (7) 6,1 (14) 6,3 (11)

14 094 Mona Fjeld / N Dagfari frá Akureyri [-] 6,23 PREL 6,7 (7) 6,4 (13) 6,1 (16) 6,0 (15) 6,2 (14)

15 010 Denni Hauksson / IS Disa från Hocksbo [-] 6,13 PREL 6,5 (11) 6,3 (14) 6,2 (14) 5,9 (17) 5,6 (19)

15 092 An-Magritt Morset / N Hvatur frá Hvítanesi [-] 6,13 PREL 6,1 (15) 6,1 (15) 6,4 (9) 5,9 (17) 6,2 (14)

17 057 Dorte Rasmussen / DK Gumi frá Strandarhöfði [-] 6,03 PREL 5,9 (19) 5,9 (19) 6,3 (12) 6,3 (11) 5,7 (18)

18 099 Thomas Larsen / N Nonni von Friesenheim [-] 6,00 PREL 6,0 (17) 6,1 (15) 6,0 (18) 6,0 (15) 5,9 (16)

19 037 Ann Fornstedt / S Putti frá Tungu [-] 5,87 PREL 6,0 (17) 6,0 (18) 5,7 (19) 5,7 (20) 5,9 (16)

20 013 Hinrik Þór Sigurðsson / IS Hrafn frá Holtsmúla 1 [-] 5,60 PREL 5,7 (20) 5,3 (22) 5,7 (19) 5,6 (21) 5,5 (20)

20 025 Napoleon Falkvard Joensen / FO Mörður frá Miðhjáleigu [-] 5,60 PREL 5,5 (21) 5,7 (20) 5,6 (21) 5,9 (17) 5,5 (20)

22 074 Krista Sirviö / FIN Spaka frá Bakkakoti [-] 5,13 PREL 5,1 (22) 5,4 (21) 4,9 (22) 5,5 (22) 4,8 (22)

23 024 Elin Tindskarð / FO Marel frá Feti [-] 4,67 PREL 5,0 (23) 4,9 (23) 4,7 (23) 4,4 (23) 3,8 (23)

LH-Hestar/Jens Einarsson