Fréttir: Júlí 2009

Skrifstofa LH lokuð

31.07.2009
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð þriðjudaginn 4. ágúst til og með föstudagsins 7.ágúst vegna sumarleyfa. Kveðja starfsfólk LH

Ævintýraferð á Youth Camp

29.07.2009
Fréttir
Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF.

Landsliðshestarnir í loftið

28.07.2009
Fréttir
Seinni partinn í dag mættu landsliðsknaparnir með hesta sína út á Keflavíkurflugvöll til að koma þeim fyrir í gámunum sem fara um borð í flugvélina er flytur þá til Liege í Belgíu.

Viðar og Hreimur á besta tímanum

25.07.2009
Fréttir
Í gærkvöld fór fram 100m skeið á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Viðar Ingólfsson á Hreim frá Barkarstöðum sem bar sigur úr býtum. Þeir félagar fóru á tímanum 7,73.

Jón Páll og Losti sigruðu

25.07.2009
Fréttir
Nú í kvöld fóru fram úrslit í tölti á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu sem sigraði 1. flokk með einkunnina 8,00. Í unglingaflokki sigraði Kári Steinsson á Tóni frá Melkoti með einkunnina 7,22.

Gæðingamót Sleipnis

25.07.2009
Fréttir
Opna Gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum nú um helgina. I gærkvöld var keppt í tölti og skeiði en í dag fór fram forkeppni í öllum flokkum gæðingakeppninnar og úrslit í tölti.

Hestar&Hestamenn - nýtt blað

24.07.2009
Fréttir
Þriðja tölublað af Hestar&Hestamenn er komið út. Blaðið er í dagblaðsformi. Í blaðinu eru fréttir og myndir frá FM2009, Íslandsmóti og fleira.

Fákaflug 2009

24.07.2009
Fréttir
Fákaflug verður haldið dagana 25. og 26. júlí  og hefst klukkan 10.00 á A-flokki gæðinga. Fákaflug verður haldið á Vindheimamelum.  Að vanda verður keppt í gæðingakeppni í sérstakri forkeppni með þrjá inná í einu. 

Sumarhátíðin á Hellu dagana 13.-16. ágúst

24.07.2009
Fréttir
Samhliða sumarhátíðinni á Hellu dagana 13-16 ágúst nk fer fram opin gæðinga og töltkeppni ásamt kappreiðum. Keppt verður í eftirfarandi greinum, A-flokkur, B-flokkur, Ungmenna, Unglinga og Barnaflokkur 100-150-250 metra skeið, 300 metra stökk, Karlatölt og Kvennatölt. Barna, unglinga og Ungmenna Smali og Bjórreið