Fréttir: Júlí 2009

Forkeppni 6 v hryssna: dómum lokið á FM

01.07.2009
Fréttir
Fordómum í keppni 6 vetra hryssna er lokið á Fjórðungsmóti.  Það er Ösp frá Auðsholtshjáleigu sem er efst en Ösp er undan Gára og Ör sem einnig eru frá Auðsholtshjáleigu.

FM: Forkeppni í B-flokki er hálfnuð

01.07.2009
Fréttir
Mikil stemning er að myndast á Kaldármelum og æ fleiri hross, knapar og gestir streyma að. Léttskýjað er en hlýtt í veðri og 18°C hiti.  Forkeppni í B-flokki stendur nú sem hæst og er hálfnuð.

Hryssur 5 v: dómum lokið á FM

01.07.2009
Fréttir
Dómum í forkeppni 5 v hryssna á Fjórðungsmóti er lokið.

Dómar 5v. hryssna - staðan fyrir hlé

01.07.2009
Fréttir
Eftir hádegi í dag, miðvikudag, hófust dómar í forkeppni 5 og 6 vetra hryssna á Kaldármelum.  Rétt í þessu var gert stutt hlé á dómum 5 vetra hryssna en einungis á eftir að sýna tvær hryssur í þeim flokki eftir að hléi lýkur um kl. 16:00. 

Viðari og Tuma boðin þátttaka í töltinu á FM09

01.07.2009
Fréttir
Mótshaldarar hafa ákveðið að bjóða sigurvegara í tölti á Landsmóti 2008, Tuma frá Stóra-Hofi og knapanum Viðari Ingólfssyni, að taka þátt í töltkeppninni á Fjórðungsmóti.

Fjölmenni á knapafundi

01.07.2009
Fréttir
Fjöldi knapa var mættur á upplýsingafund sem haldin var rétt í þessu á Kaldármelum.

Dómar 4v. hryssa á FM09

01.07.2009
Fréttir
Lokið er dómum í forkeppni á 4. vetra hryssum á Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Efst stendur Vordís frá Neðri-Hrepp með ae. 8,12.

Fjórðungsmót hafið á Kaldármelum

01.07.2009
Fréttir
Dagskrá Fjórðungsmóts hófst í morgun kl. 10:00 með dómum á 4ja vetra hryssum. Fyrsta hross sem steig fæti á nýuppgerða kynbótabrautina var 4ja vetra hryssan Birta frá Sauðadalsá, knapi var Elvar Logi Friðriksson.