Fréttir: Júlí 2009

Landsmót UMFÍ - ráslistar

09.07.2009
Fréttir
26. Landsmót UMFÍ er nú í fullum gangi á Akureyri. Keppni í hestaíþróttum hefst á morgun, föstudag 10. júlí, á keppni í fjórgang kl.10:00 á Hlíðarholtsvelli, félagssvæði hestamannafélagsins Léttis á Akureyri.

Íslandsmót fullorðinna - ráslisti

09.07.2009
Fréttir
Hér eru ráslistar fyrir Íslandsmót fullorðinna sem hestamannafélagið Léttir heldur að þessu sinni á félagssvæði sínu á  Hlíðarholtsvelli á Akureyri. Ljóst er að baráttan verður hörð því fremstu knapar og hestar landsins eru skráðir til leiks. Íslandsmótið er jafnframt síðasta mótið áður en Landsliðseinvaldur tilkynnir landsliðið sem mun fara á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss.

Úrslit í 100m skeiði á Skeiðleikum

08.07.2009
Fréttir
Þá er síðustu grein kvöldsins á Skeiðleikum Skeiðfélagsins lokið.

Úrslit í 150m skeiði á Skeiðleikum

08.07.2009
Fréttir
Það var Sigurður Sigurðarson á Spá frá Skíðbakka 1 á tímanum 15,04 sem sigraði 150m skeið á Skeiðleikum Skeiðfélagsins í kvöld.

Úrslit í 250m skeiði á Skeiðleikum

08.07.2009
Fréttir
Landsliðseinvaldurinn Einar Öder Magnússon á Davíð frá Sveinatungu bar sigur úr býtum í 250m skeiði á Skeiðleikum Skeiðfélagsins nú í kvöld.

Skeiðleikar miðvikudaginn 8. júlí klukkan 19:00

08.07.2009
Fréttir
Þriðju Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir miðvikudaginn 8. júlí að Brávöllum félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Keppni hefst klukkan 19:00 á 250m skeiði, síðan verður keppt í 150m skeiði og að lokum í 100m skeiði.

Íslandsmót 2009

07.07.2009
Fréttir
Keppendur athugið; hér er birtur keppendalisti, vinsamlegast athugið hvort ykkar skráning hafi skilað sér rétt inn.

Íþróttakeppni - Landsmót UMFÍ

07.07.2009
Fréttir
Keppni í hestaíþróttum á landmóti UMFÍ fer fram á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.

Skeiðleikar skráning mánudaginn 6. júlí

06.07.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 8. júlí verða þriðju Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 19:00.