Fréttir: Júlí 2009

Viðar Ingólfsson Íslandsmeistari í tölti

18.07.2009
Fréttir
Úrslitin í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum voru sannkölluð veisla fyrir augað. Það var Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum með einkunnina 9,00. Þeir félagar mættu feikna sterkir til leiks í úrslitunum og fengu meðal annars 9,5 í einkunn fyrir hraðabreytingar.

Daníel Jónsson Íslandsmeistari í fimmgangi

18.07.2009
Fréttir
Það var Daníel Jónsson á Tón frá Ólafsbergi sem sigraði A-úrslit í fimmgangi á Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Þeir hlutu einkunnina 7,88.

Snorri Dal Íslandsmeistari í fjórgangi

18.07.2009
Fréttir
Úrslitum í fjórgangi á Íslandsmótinu í hestaíþróttum er nýlokið. Það var landsliðsknapinn Snorri Dal á Oddi frá Hvolsvelli sem bar sigur úr býtum með einkunnina 8,17.

Sigurður Sigurðarson Íslandsmeistari í slaktaumatölti

18.07.2009
Fréttir
Það er Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í slaktaumatölti. Þeir hlutu einkunnina 8,21.

Sigurbjörn Íslandsmeistari í 250m skeiði

18.07.2009
Fréttir
Það var Sigurbjörn Bárðarson á Flosa frá Keldudal sem bar sigur úr býtum í 250m skeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Þeir félagar fóru á tímanum 23,52.

Teitur Íslandsmeistari í 150m skeiði

18.07.2009
Fréttir
Það var landsliðsknapinn Teitur Árnason á Veigari frá Varmalæk sem sigraði 150m skeiðið á Íslandsmótinu. Þeir fór á tímanum 14,97 og er þetta annað árið í röð sem þeir félagar hampa titlinum.

Bjarni sigraði B-úrslit í tölti

18.07.2009
Fréttir
Það var Bjarni Jónasson á Kommu frá Garði sem sigraði B-úrslitin í tölti í morgun. Þau hlutu í aðaleinkunn 8,11.

Siggi Matt og Siggi Sig jafnir efstir

18.07.2009
Fréttir
Það voru þeir Sigurður V Matthíasson á Birtingi frá Selá og Sigurður Sigurðarson á Æsu frá Flekkudal sem sigruðu B-úrslitin í fimmgangi. Þeir voru hnífjafnir með einkunnina 7,21.

Lena sigraði B-úrslit í fjórgangi

18.07.2009
Fréttir
Það var Lena Zielinski á Golu frá Þjórsárbakka sem sigraði B-úrslitin í fjórgangi í morgun. Lena hlaut 7,50 í einkunn.