Stórstjörnur á ÍS-Landsmóti á Svínavatni 7. mars

Sigur frá Hólabaki á LM 2008
Sigur frá Hólabaki á LM 2008
Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B flokkinn í fyrra á Svínavatni.Tryggvi Björnsson mætir með Akk frá Brautarholti sem varð í 3. sæti  B-fl. á LM 2008. Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B flokkinn í fyrra á Svínavatni.Tryggvi Björnsson mætir með Akk frá Brautarholti sem varð í 3. sæti  B-fl. á LM 2008.

 Á næstu dögum munum við senda frá okkur nöfn á hestum og mönnum sem mæta, listinn er langur og það stefnir í hörku keppni á Svínavatni um næstu helgi. Veðurspáin er góð, ísinn magnaður og mikil stemming í gangi.

Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is) í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, uppruni og litur hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á grein. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 um leið og skráð er.

Á Pottinum og Pönnunni á Blönduósi verður boðið upp á mat og drykk og kráastemmingu bæði föstudags og laugardagskvöld.

 Minnum á að fylgjast með heimasíðum Hestamannafélaganna Neista og Þyts og  http://svinavatn-2009.blog.is/ þar sem t.d. fram koma nánari upplýsingar  mótið, gististaði fyrir menn og hross og rásröð keppenda þegar líður að móti.