Svellkaldar í Sjónvarpinu

02. mars 2009
Fréttir
Lena í viðtali við RÚV.
Það hefur reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hestamennskuna samþykkta sem íþrótt í Sjónvarpi allra landsmanna, hvað þá hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Það er því kærkominn áfangasigur í hvert sinn sem það tekst. Það hefur reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hestamennskuna samþykkta sem íþrótt í Sjónvarpi allra landsmanna, hvað þá hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Það er því kærkominn áfangasigur í hvert sinn sem það tekst.

Þeir sem fylgdust með fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi fengu dágóðan skammt af hestamennsku þegar sýnt var frá ísmótinu “Svellkaldar konur”. Fréttin fékk óvenju góðan tíma of farið var all ítarlega yfir helstu atriði.

Rétt er að taka fram að það var Hulda G. Geirsdóttir, formaður framkvæmdanefndar “Svellkaldra” sem skrifaði fréttina. Myndatökumaður var Óskar Nikullásson, sem hefur um árabil tekið myndir hestamótum með hinum kunna sjónvarpsmanni Samúeli Erni. Sameiginlega komu þau því í kring að hún rataði á skjáinn.
Óskari hefur trúlega ekki tekist að fá bólusetningu við hestaveirunni, því hann er nú kominn á kaf í hestamennskuna ásamt dóttur sinni. Gott fyrir hestamennskuna.