Ástæða til að ganga í hestamannafélag

03. mars 2009
Fréttir
Allir félagsmenn í FEIF, og þar með taldir allir félagsmenn í LH, munu fá frían aðgang að WorldFeng innan tíðar. Samkomulag milli FEIF og Bændasamtaka Íslands um þess efnis frá því í fyrra var samþykkt á aðalfundi FEIF sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi síðastliðna helgi. Allir félagsmenn í FEIF, og þar með taldir allir félagsmenn í LH, munu fá frían aðgang að WorldFeng innan tíðar. Samkomulag milli FEIF og Bændasamtaka Íslands um þess efnis frá því í fyrra var samþykkt á aðalfundi FEIF sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi síðastliðna helgi.

Tillagan var samþykkt samhljóða. Þetta þýðir að sérsamningar WorldFengs við einstök félög eru úr sögunni. Allir sem eru í hestamannafélagi innan FEIF fá nú frían aðgang að WorldFeng í gegnum félagsaðild sína.

Wolfgang Berg, Marko Mazeland og Jón Albert Sigurbjörnsson voru endurkjörnir í stjórn FEIF á aðalfundi samtakanna. Marko er sportforseti FEIF og Jón Albert varaformaður. Wolfgang er meðstjórnandi.

Tillögur til breytinga á FIPO og FIZO sem lágu fyrir fundinum voru einnig samþykktar. Þar á meðal tillaga um að dregið verði um röð keppenda á heimsmeistaramótum. Sem þýðir að sigurstranglegustu keppendur landanna geta dregist fyrst í rásröð. Tillaga frá Íslandi um að ekki þurfi einn utanaðkomandi dómara (frá öðru landi en keppnislandinu) til að mót teljist löglegt WorldRanking mót var hins vegar kolfelld.

Nánari frétta frá FEIF um aðalfundinn og formannafund sem haldinn var samhliða er að vænta fljótlega. Sjá nánar á heimasíðu FEIF: www.feif.org