Ístölt – Þeir allra sterkustu

18. mars 2009
Fréttir
Ístölt – Þeir allra sterkustu 2009, verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 4. apríl. Mótið er haldið til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Úrval knapa og töltara mun taka þátt í keppninni. Átta framúrskarandi stóðhestar verða sýndir. Ístölt – Þeir allra sterkustu 2009, verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 4. apríl. Mótið er haldið til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Úrval knapa og töltara mun taka þátt í keppninni. Átta framúrskarandi stóðhestar verða sýndir.

Mótið er sameinað mót tveggja ísmóta, sem haldin hafa verið um svipað leyti í Skautahöllinni í Reykjavík undanfarin ár. Birgir Skaptason, mótshaldari Ístölts, og landsliðsnefnda LH, ákváðu að sameina krafta sína að þessu sinni og halda eitt ennþá sterkara og glæsilegra mót. Allur ágóði mun renna til landsliðsins.

Úrtaka fyrir Ísölt – Þeir allra sterkustu, verður haldin í Skautahöllinni föstudaginn 27. mars klukkan 20.00. Aldurstakmark keppenda er 18 ára á árinu. Skráning fer fram á: www.gustarar.is. Skráningargjald er 4000 krónur.


Forsala aðgöngumiða er í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Miðapantanir í síma 540-1125. Miðaverð er krónur 3000.