Stjörnur mæta til leiks

17. mars 2009
Fréttir
Eyjólfur Þorsteinsson á Klerki frá Bjarnanesi.
Það verða engar smá stjörnur sem munu etja kappi saman næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni þegar keppni í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS fer fram. Það verða engar smá stjörnur sem munu etja kappi saman næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni þegar keppni í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS fer fram.

Sigurvegari gæðingafiminnar í fyrra Viðar Ingólfsson, Frumherja, mætir með Spaða frá Hafrafellstungu. Sigurður Sigurðarson, Skúfslæk, mætir með Suðra frá Holtsmúla en saman sigruðu þeir fjórganginn um daginn. Eyjólfur Þorsteinsson, Málning, sem stendur efstur í stigakeppninni mætir með Klerk frá Bjarnanesi.

Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, mætir með Stakk frá Halldórsstöðum, Ísleifur Jónasson, Lýsi, mætir með Landsmótssigurvegarann Röðul frá Kálfholti og Hinrik Bragason, Hestvit, mætir með Hnokka frá Fellskoti.

Enn eiga nokkrir knapar eftir að láta vita hvaða hesta þeir mæta með. Endanlegur ráslisti verður birtur á morgun á heimasíðu Meistaradeildar VÍS www.meistaradeildvis.is