Þverpólitísk samstaða um hesthúsabyggð

19. mars 2009
Fréttir
Bjarni Finnsson
Bjarni Finnsson, formaður hestamannafélagsins Fáks, segir að það sé þverpólitísk samstaða í borgarstjórn Reykjavíkur um að umrætt svæði verði notað undir hesthúsabyggð og byggingar fyrir hestatengda starfssemi. Þær stofnanir sem fjallað hafi um málið á vegum borgarinnar hafa gefið út það álit að Elliðaánum og laxagengd í henni stafi ekki hætta af slíkri byggð. Enda muni ekkert frárennsli frá þeim byggingum fara í árnar. Bjarni Finnsson, formaður hestamannafélagsins Fáks, segir að það sé þverpólitísk samstaða í borgarstjórn Reykjavíkur um að umrætt svæði verði notað undir hesthúsabyggð og byggingar fyrir hestatengda starfssemi. Þær stofnanir sem fjallað hafi um málið á vegum borgarinnar hafa gefið út það álit að Elliðaánum og laxagengd í henni stafi ekki hætta af slíkri byggð. Enda muni ekkert frárennsli frá þeim byggingum fara í árnar.

„Ég hef ekki fagþekkingu á umhverfismálum og get því ekki tjáð mig um málið á þeim nótum. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þá er vistkerfinu í Elliðaánum ekki talin stafa hætta af hesthúsabyggð á þessu svæði. Ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.

Það er mikilvægt fyrir Fák og hestafólk í Víðidal að samstaða sé um þessa tillögu að deiliskipulagi sem hesthúsabyggð. Það er staðfesting á því að hesthúsabyggð í Víðidal verði þar um langa framtíð. Það er alveg óvíst hvenær byrjað verður að byggja þarna, og ekki víst að það verði alveg á næstunni. Fákur mun úthluta þeim lóðum þegar þar að kemur,“ segir Bjarni Finnsson.

Upplýsingar um deiliskipulag hesthúsabyggðar á bökkum Elliðaár má finna HÉR.