Fréttir

Nú byrjar ballið á Norðurlandamóti

09.08.2022
Fréttir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum er formlega hafið. Í morgun var setning mótsins í blíðskaparveðri sem reyndar er spáð út alla vikuna á Álandseyjunum.

Sara Dís og Kristín Eir Íslandsmeistarar í samanlögðum greinum

06.08.2022
Fréttir
Íslandsmeistarar í samanlögðum greinum urður Sara Dís Snorradóttir í unglingaflokki og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker í barnaflokki.

Herdís Björg Jóhannsdóttir Íslandsmeistari í tölti unglingaflokki

06.08.2022
Fréttir
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu eru Íslandsmeistarar í Tölti T1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Herdís og Kvarði hlutu 7,56 í einkunn í a-úrslitum og sigurðu örugglega.

Hjördís Halla Þórarinsdóttir Íslandsmeistari í tölti barnaflokki

06.08.2022
Fréttir
Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum eru Íslandsmeistarar í Tölti T3 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Hjördís Halla og Flipi hlutu 6,78 í a-úrslitum.

Matthías Sigurðsson er Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglingaflokki

06.08.2022
Fréttir
Matthías Sigurðsson og Dýri frá Hrafnkelsstöðum eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Matthías og Dýri hlutu 7,62 í feiknasterkum A-úrslitum.

Apríl Björk Þórisdóttir Íslandsmeistari í slaktaumatölti barnaflokki

06.08.2022
Fréttir
Apríl Björk og Bruni frá Varmá eru Íslandsmeistarar í slaktaumatölti T4 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Apríl Björk og Bruni hlutu 6,20 í einkunn í úrslitum.

Ragnar Snær Viðarsson Íslandsmeistari í fimmgangi unglingaflokki

06.08.2022
Fréttir
Ragnar Snær Viðarsson og Dalvar frá Dalbæ II eru Íslandsmeistarar í fimmgang F2 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Ragnar og Dalvar hlutu einkunnina 6,88 í feiknasterkum fimmgangsúrslitum.

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er Íslandsmeistari í fjórgangi barnaflokki

06.08.2022
Fréttir
Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Þytur frá Skáney sigruðu í fórgangi V2 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Kristín og Þytur hlutu 6,77 í einkunn í úrslitum.

Jón Ársæll Bergmann Íslandsmeistari í flugskeiði

06.08.2022
Fréttir
Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri sigruðu í 100m flugskeiði í unglingaflokki á glæsilegum tíma, 7,83 sek.