Fréttir

Framboð til sambandsstjórnar LH

19.09.2012
Fréttir
Kjörnefnd LH vekur athygli á lagabreytingum sem samþykktar voru á seinasta landsþingi LH varðandi kjör til stjórnar sambandsins.

Húnavatnssýslur bætast við

18.09.2012
Fréttir
Til viðbótar við reiðleiðir í kortasjánni, sem voru 5586 km af reiðleiðum á suður- og vesturlandi, eru komnir 1278 km af reiðleiðum í Húnavatnssýslum. Um er að ræða flestar stofn- og héraðsleiðir í sýslunum.

Skýrsluskil æskulýðsnefnda LH

17.09.2012
Fréttir
Á hverju hausti skila æskulýðsnefndir félaganna inn skýrslum sínum til æskulýðsnefndar LH. Skýrslurnar lýsa í megindráttum því metnaðarfulla æskulýðsstarfi sem fram fer innan okkar góða sambands og ber hestamannafélögunum um allt land fagurt vitni.

Þjálfaramenntun til 1. stigs ÍSÍ

13.09.2012
Fréttir
Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 8. október nk. og tekur það átta vikur. Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 25.000.-

Lagersala Líflands

13.09.2012
Fréttir
Lífland opnar lagersölu í nýju lagerhúsnæði að Brúarvogi 1 – 3 föstudaginn 14. september. Opið verður frá 12:00 til 18:00 virka daga en frá 12:00 til 16:00 á laugardögum (lokað á sunnudögum).

Frá Sörla: deiliskipulag í Heiðmörk

13.09.2012
Fréttir
Ályktun frá félagsfundi í Sörla 10.september 2012 vegna nýs deiluskipulags um Heiðmerkursvæðið.

Ósótt verðlaun frá LM

10.09.2012
Fréttir
Nokkrir verðlaunagripir frá Landsmótinu í sumar bíða enn eigenda sinna á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga. Vill starfsfólk hvetja eigendurna til að vitja gripanna við næsta mögulega tækifæri.

DVD frá Norðurlandamótinu

06.09.2012
Fréttir
Gefinn hefur verið út DVD diskur með efni frá Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Eskilstuna í Svíþjóð í byrjun ágúst. Auk efnis frá keppninni sjálfri er aukaefni á disknum frá mótinu, s.s. viðtöl, sögum og öðru efni.

Hestamenn settir til hliðar í Heiðmörk

03.09.2012
Fréttir
Stjórn Fáks hvetur alla hestamenn til að kynna sér vel það deiliskipulag, sem er í kynningu til 12. september, varðandi Heiðmörkina. Þar eru hestamenn settir til hliðar og ekki virt áratuga hefð hestamanna um notkun svæðisins til útivistar.