Hestamenn settir til hliðar í Heiðmörk

03. september 2012
Fréttir
Stjórn Fáks hvetur alla hestamenn til að kynna sér vel það deiliskipulag, sem er í kynningu til 12. september, varðandi Heiðmörkina. Þar eru hestamenn settir til hliðar og ekki virt áratuga hefð hestamanna um notkun svæðisins til útivistar.

Stjórn Fáks hvetur alla hestamenn til að kynna sér vel það deiliskipulag, sem er í kynningu til 12. september, varðandi Heiðmörkina. Þar eru hestamenn settir til hliðar og ekki virt áratuga hefð hestamanna um notkun svæðisins til útivistar. Við skorum því á alla sem eru ekki sammála þessu deiliskipulagi að mótmæla því hjá Reykjavíkurborg. Þeir sem mótmæla ekki eru taldir sammála þessari tillögu og verður hún þá samþykkt óbreytt ef það koma ekki fram mótmæli.

Hægt er að mótmæla með því að skrifa undir undirskiftalista sem eru m.a. í hestavörubúðum eða senda inn mótmæli á skipulag@reykjavik.is (sjá nánar á heimasíðu Fáks).