Skýrsluskil æskulýðsnefnda LH

17. september 2012
Fréttir
Á hverju hausti skila æskulýðsnefndir félaganna inn skýrslum sínum til æskulýðsnefndar LH. Skýrslurnar lýsa í megindráttum því metnaðarfulla æskulýðsstarfi sem fram fer innan okkar góða sambands og ber hestamannafélögunum um allt land fagurt vitni.

Á hverju hausti skila æskulýðsnefndir félaganna inn skýrslum sínum til æskulýðsnefndar LH. Skýrslurnar lýsa í megindráttum því metnaðarfulla æskulýðsstarfi sem fram fer innan okkar góða sambands og ber hestamannafélögunum um allt land fagurt vitni. Það er mjög gaman og gagnlegt að rýna í þessar góðu heimildir, spekúlera og láta hugann reika eftir nýjum hugmyndum – jafnvel fá þær að láni frá öðrum félögum, því óþarfi er jú að finna upp hjólið aftur? Ekki satt?

Nú er bara að bretta upp ermarnar og setjast fyrir framan ritvélina og sjóða saman eina frábæra skýrslu frá ykkar félagi. Æskulýðsnefnd LH fer svo yfir skýrslurnar og metur að hluta til út frá þeim hvaða félög koma til greina að hljóta æskulýðsbikar LH á landsþinginu í Reykjavík dagana 19. – 20. október n.k. Vert er að benda á snilldarskýrslur fyrri ára hér: http://www.lhhestar.is/is/aeskulydsmal/skyrslur

Skýrslunum ber að skila til LH fyrir 23. september.