Framboð til sambandsstjórnar LH

19. september 2012
Fréttir
Kjörnefnd LH vekur athygli á lagabreytingum sem samþykktar voru á seinasta landsþingi LH varðandi kjör til stjórnar sambandsins.



58. landsþing LH verður haldið í Reykjavík dagana 19. og 20. október n.k.á Hótel Natura.

Kjörnefnd LH vekur athygli á lagabreytingum sem samþykktar voru á seinasta landsþingi LH varðandi kjör til stjórnar sambandsins. Samkvæmt þeim breytingum skulu þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynna framboð sitt til kjörstjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Seinasti dagur til að skila inn framboðum er til miðnættis 5. október.

„Sambandsstjórn skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára.“ (gr. 1.4)

„Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Tilkynning um framboð til embættis formanns eða til stjórnar LH skal berast kjörnefnd minnst hálfum mánuði fyrir landsþing LH. Kjörnefnd er heimilt að samþykkja framboð sem koma fram síðar, enda hafi ekki komið fram nægur fjöldi frambjóðenda.“ (gr. 1.4.1)

Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í sambandsstjórn LH (stjórn eða varastjórn) að senda tilkynningu fyrir tilsettan tíma.

Ef spurningar vakna varðandi ofangreint, þá endilega hafið samband við fulltrúa kjörnefndar.

Með kærri kveðju,
Kjörnefnd LH

Guðmundur Hagalínsson
Sími 825 7383
Netfang ghl@eimskip.is

Ása Hólmarsdóttir
Sími 663 4574
Netfang asaholm@gmail.com

Margeir Þorgeirsson
Sími 892 2736
Netfang matsem@simnet.is