Fréttir

Nýárstölt Léttis

13.01.2014
Fréttir
Nýárstölt Léttis mun fara fram í Léttishöllinni laugardaginn 18. janúar kl. 16:00. Að þessu sinni ætlum við að styrkja gott málefni og var Taktur styrktarsjóður fyrir valinu. Taktur eru styrktarsamtök sem veita hestamönnum fjárhagsstuðning sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda.

Tilkynning frá GDLH

11.01.2014
Fréttir
Gleðilegt nýtt ár kæru Gæðingadómarar! Stjórn og fræðslunefnd hafa sett upp dagskrá af starfsemi vetrarins. Eftirfarandi dagsetningar og námskeið liggja fyrir: 16. janúar - Dómararáðstefna í samstarfi við LH og HÍDÍ 15. mars - Upprifjunarnámskeið í Reykjavík

Opinn fundur hjá Létti um móta- og æskulýðsmál í vetur

08.01.2014
Fréttir
Stjórn Léttis og æskulýðsnefnd boðar alla áhugamenn um keppni og æskulýðsmál á fund í Léttishöllinni fimmtudaginn 9. Janúar kl. 20:00.

FEIF fréttir í byrjun árs

02.01.2014
Fréttir
Það er nóg að gera við ýmis konar skipulag í samtökum hestamanna um allan heim. FEIF sendir út fréttabréf reglulega og heilsar einmitt nýju ári með einu slíku. Hér má lesa nokkrar fréttir frá samtökunum.

FEIF ranking 2013

02.01.2014
Fréttir
FEIF ranking 2013 raðar á lista knöpum sem tekið hafa þátt í WR mótum 2013. FEIF ranking byggir á bestu tveimur einkunnum knapa í hverri grein en World ranking byggir á þremur eða fleiri einkunnum.

Gleðilegt nýtt ár!

31.12.2013
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga óskar hestamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Við óskum þess að nýja árið heilsi okkur með góðum árangri á öllum sviðum hestamennskunnar sem og góðri heilsu til handa mönnum og hestum.

Dýrahald og flugeldar

29.12.2013
Fréttir
Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að gæta þess að dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum að voða.

Fræðsluerindi um líkamsbeitingu hrossa

27.12.2013
Fréttir
Hefur þú hugleitt hvernig á að gera gæðinginn þinn sem bestan og halda honum hraustum þannig að hann endist sem lengst? Þá er þetta tækifærið!

Jólakveðja LH

20.12.2013
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga sendir landsmönnum öllum nær og fjær, hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Gott ár í hestamennskunni er nú að renna sitt skeið og vonandi verður árið 2014 einnig farsælt fyrir okkur hestamenn.