Fréttir

Allt klárt fyrir úrtöku

20.03.2014
Fréttir
Úrtökumót fyrir Ístölt – þeirra allra sterkustu, fer fram á laugardaginn kemur, þann 22. mars 2014 í Skautahöllinni í Laugardal. Keppnin hefst kl. 18:30.

Er hundur í hestunum?

19.03.2014
Fréttir
Opnunaratriði Hestadaga í Reykjavík 3.apríl 2014 - Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.

Úrtaka - nokkur pláss laus

18.03.2014
Fréttir
Úrtaka fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu fer fram á laugardaginn kemur og hefjast leikar kl. 18:30. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus fyrir þá sem vilja spreyta sig á Skautasvellinu í Laugardal. Skráning fer fram hér: http://skraning.sportfengur.com/ og greiða þarf með korti um leið og skráning fer fram.

Sprettskórinn heldur kórskemmtun

18.03.2014
Fréttir
Sprettskórinn heldur hina árlegu kórskemmtun og ball laugardaginn 22. mars 2014 í félagsheimili reiðhallar Spretts. Á söngskránni verða gamlar perlur í bland við nýjar, einsöngslög og dúettar. Grundartangakórinn verður gestakór á kórskemmtuninni.

Bikarmót Harðar - úrslit fimmgangs

17.03.2014
Fréttir
Úrslit frá bikarmóti Harðar.

Ístöltið 10 ára - Úrtaka 22. mars, skráning hefst 16. mars

14.03.2014
Fréttir
Ístölt þeirra allra sterkustu verður haldið laugardagskvöldið 5. apríl n.k. í Skautahöllinni í Laugardal. Það verður spennandi að sjá glæsitöltara og vígalega stóðhesta sýna þar listir sínar á ísnum. Heyrst hefur að mótið í ár verði eitt það sterkasta í áraraðir og öllu tjaldað til, enda Ístöltið 10 ára í ár!

KEA mótaröðin - Tölt

13.03.2014
Fréttir
Vegna veðurs hefur töltinu í KEA mótaröðinni sem vera átti í kvöld, fimmtudagskvöld, verið frestað. Áætlað er að halda mótið þriðjudaginn 18.mars í staðinn. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Stjörnutölt Léttis

11.03.2014
Fréttir
Stjörnutölt Léttis verður haldið í Skautahöllinni Akureyri laugardaginn 15. mars Húsið opnað kl. 19:30, keppni hefst kl. 20:00 Miðasala í Líflandi og Fákasporti og við innganginn

Svellkaldar stóðu undir nafni

08.03.2014
Fréttir
Þær voru sannarlega glæsilegar og svellkaldar konurnar sem mættu á Skautasvellið í Laugardalnum í kvöld. Keppnin gekk vel í alla staði og engin óhöpp urðu á ísnum. Konurnar voru hver annarri glæsilegri og allar voru þær gríðarlega vel ríðandi.