Fréttir: 2021

Íslandsmót barna og unglinga 2021

21.07.2021
Fréttir
Frábæru Íslandsmóti barna og unglinga lokið.

Gullmerkjahafar LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021

14.07.2021
Fréttir
Fjórir heiðursmenn voru sæmdir gullmerki LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021.

Þátttökuréttur á "Allra sterkustu á Íslandi"

13.07.2021
Fréttir
Þátttökurétt á móti landsliðsnefndar "Allra sterkustu á Íslandi" sem haldið verður aðra helgina í águst, eiga efstu pör í hverri grein á stöðulista ársins 2021 í opnum flokki og ungmennaflokki Fjöldi í hverri grein er 15 í fullorðinsflokki og 10 í ungmennaflokki og má hver knapi aðeins keppa á einum hesti í hverri grein, þó hann eigi tvo hesta á stöðulistanum og öðlast þá næstu pör á listanum þátttökurétt. Í 150 og 250 m. skeiði eiga 6 fljótustu pörin í hvorum flokki þátttökurétt. Athugið að stöðulistinn getur tekið breytingum þegar árangur af þeim íþróttamótum sem framundan eru fram að Allra sterkustu er kominn inn.

Tilkynning vegna reiðleiða á Kili

13.07.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Bláskógabyggð og Landssamband hestamannafélaga vilja árétta þær reglur sem gilda um umferð ríðandi manna um Biskupstungnaafrétt/Kjöl. LH í samráði og góðu samstarfi við Bláskógabyggð og ýmis félagasamtök innan sveitarinnar s.s hestamannafélagið Loga og Landgræðslufélag Biskupstungna hafa kortlagt og merkt allar reiðleiðir á...

Rafræn menntaráðstefna um líkamsbeitingu hestsins

13.07.2021
Fréttir
Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu með heimsþekktum kennurum.

Allra sterkustu á Íslandi 5. til 7. ágúst

12.07.2021
Fréttir
Allra sterkustu á Íslandi er mót sem landsliðsnefnd LH stendur fyrir dagana 5. til 7. ágúst á félagssvæði Fáks í Víðidal. Mótið verður í anda HM þar sem sterkustu keppnispörum landsins verður boðin þátttaka. Miðað er við 15 efstu pör á stöðulista ársins í fullorðinsflokki og 10 efstu pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum, gæðingaskeiði og 100 m. skeiði, í 150 og 250 m. skeiði verða 6 fljótustu pörin í hvorum flokki.

Gæðingafimi LH sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglinga

09.07.2021
Fréttir
Opið er fyrir skráningu í gæðingafimi LH 2.stig sem verður sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglnga á félagssvæði Sörla Hafnarfirði.

Tveir Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði

06.07.2021
Fréttir
Þau leiðu mistök urðu á Íslandsmóti að útreikningar í Sportfeng gáfu ekki réttar niðurstöður fyrir fyrsta og annað sætið. Hið rétta er að Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum og Konráð Valur Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði voru hnífjafnir með einkunnina 8,25.

Úrslit Íslandsmóts í hestaíþróttum 2021

05.07.2021
Fréttir
Íslandsmót í hestaíþróttum 2021 fór fram á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní til 4. júlí. Mótið þótti heppnast vel í alla staði í blíðskaparveðri og Hjaltadalurinn skartaði sínu fegursta.