Allra sterkustu á Íslandi 5. til 7. ágúst

12. júlí 2021
Fréttir

Allra sterkustu á Íslandi er mót sem landsliðsnefnd LH stendur fyrir dagana 5. til 7. ágúst á félagssvæði Fáks í Víðidal.

Mótið verður í anda HM þar sem sterkustu keppnispörum landsins verður boðin þátttaka. Miðað er við 15 efstu pör á stöðulista ársins í fullorðinsflokki og 10 efstu pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum, gæðingaskeiði og 100 m. skeiði, í 150 og 250 m. skeiði verða 6 fljótustu pörin í hvorum flokki. 

Þetta verður stutt og skemmtilegt mót og hestakostur á heimsmælikvarða.

Mótið er í boði landsliðsnefndar og verða engin skráningargjöld, bara góð stemmning, stuð og veitingar í reiðhöllinni.

Sjáumst í Víðidalnum 5. til 7. ágúst!