Gullmerkjahafar LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021

14. júlí 2021
Fréttir
Frá vinstri: Guðni Halldórsson formaður Landssambands Hestamannafélaga, Benedikt Líndal, Kristján Gíslason, Marteinn Valdimarsson, Þórir Ísólfsson og Stefán Logi Haraldsson varaformaður Landssambands Hestamannafélaga. Mynd: Eiðfaxi

Fjórir heiðursmenn voru sæmdir gullmerki LH á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021.
Það voru þeir Benedikt Líndal, Kristján Gíslason, Marteinn Valdimarsson og Þórir Ísólfsson.

Benedikt Líndal  er tamingameistari FT og hefur verið brautryðjandi í kennslu, tamningum og þjálfun íslenska hestsins í áratugi. Eftir Benedikt liggja fjöldi bóka, myndbanda og annars kennsluefnis um tamningar og þjálfun. Benni var á árum áður einn fremsti keppnisknapi okkar Íslendinga og vann fjölmarga sigra hér heima og erlendis. Þá hefur Benni til fjölda ára verið ráðgjafi við hönnun og smíði á hnökkum og öðrum reiðtygjum sem hafa verið sérsniðin að íslenska hestinum.

 

Kristján Gíslason var formaður hestamannafélagsins Glaðs á árum áður. Hann var einnig formaður undirbúningsnefndar og síðar framkvæmdanefndar um byggingu reiðhallar í Borgarnesi þar til Faxaborg var risin. Hann sat einnig í framkvæmdanefndum Íslandsmóta í hestaíþróttum.
Afskipti hans af málefnum hestamanna og félagsstarfi þeirra spanna því 40 ár.

 

Marteinn Valdimarsson hefur setið í stjórnum og nefndum Glaðs, Skugga og Borgfirðings og verið fulltrúi þeirra á mörgum landsþingum L.H. á um 50 ára tímabili. Einnig sat hann í varastjórn L.H. um tíma og er í stjórn Reiðhallarinnar Vindás ehf. Hann tók þátt í stofnun Hesteigendafélgs Búðardals og var formaður þess um skeið. Hann hefur einnig unnið að reiðvegamálum á vegum Skugga og Borgfirðings auk stjórnarstarfa.

 

Þórir Ísólfsson á Lækjamóti stofnaði Hrossaræktarsambandi V-Húnavatssýslu. Hann sat lengi í stjórn sambandsins og var formaður í tvígang. Þá var hann um árabil í stjórn hestamannafélagsins Þyts og hannaði félagsmerki þess og hefur verið fulltrúi félagsins á Landsþingi LH. Einnig var hann í aðalstjórn Félags hrossabænda og fulltrúi bænda í Fagráði í hrossarækt. Frá 2007 hefur hann nær óslitið kennt tamningar við Háskólann á Hólum.

 

Þessir menn eru fyrirmyndir og hvatning fyrir okkur öll og við óskum þeim til hamingju með gullmerkið.