Fréttir: 2021

Úrskurður aganefndar LH um Metamót Spretts felldur úr gildi

10.02.2021
Fréttir
Niðurstöður dómsins er að felld er úr gildi sú niðurstaða Aganefndar LH í máli 1/2020 frá 10. des. 2020 um að allur keppnisárangur af Metamóti Spretts 2020 skuli felldur út úr Sportfeng.

Kynning á gæðingafimi LH og prufumót

10.02.2021
Fréttir
Laugardaginn 6. febrúar var kynning á reglum um gæðingafimi LH streymt á facebooksíðu Alendis og prufumót í greininni haldið í kjölfarið sem einnig var streymt á Alendis.

Hápunktar frá landsmótum 2000-2008 komnir inn á WorldFeng

08.02.2021
Fréttir
Nýlega bættist hestamannafélagið Hörður í hóp þeirra sem hafa keypt aðgang að myndefninu á WorldFeng.

Kynningarfundur á gæðingafimi LH og prufumót

04.02.2021
Fréttir
Laugardaginn 6. febrúar kl. 11:00 verður opin kynning á reglunum um gæðingafimi LH og haldið prufumót í kjölfarið.

Áhorfendur í einkabílum heimilir á mótum utanhúss

29.01.2021
Fréttir
LH sendi fyrirspurn til sóttvarnaryfirvalda um hvort heimilt væri að leyfa áhorfendur í einkabílum á vetrarmótum í hestaíþróttum utanhúss. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að því gefnu að á staðnum sé sóttvarnarfulltrúi sem tryggir að ekki verði hópamyndun fyrir utan bíla og engin veitingasala á staðnum.

Umsögn LH um Hálendisþjóðgarð

26.01.2021
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga leggst gegn samþykkt fumvarps um Hálendisþjóðgar í umsögn sinni til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Íslandsmót barna og unglinga 2021

25.01.2021
Fréttir
Íslandsmót barna og unglinga verður haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði dagana 15.-18. júlí 2021.

Aganefnd LH hafnar endurupptöku máls

23.01.2021
Fréttir
Þann 10. desember 2020 úrskurðaði Aganefnd LH að fella skyldi út allan árangur á Metamóti Spretts sem haldið var dagana 4. til 6. september 2020 úr Sportfeng. Var það gert í ljósi þess að mótsskýrsla sem lá fyrir af Metamóti var að mati Agenefndar ekki í lögmætu formi og beinlínis röng og nýrri leiðréttri skýrslu hafi ekki verið skilað inn þrátt fyrir áskorun þar um. Mótið hefði því ekki talist löglegt og allur árangur á því felldur út.

Keppni í hestaíþróttum heimil að nýju

13.01.2021
Fréttir
Í nýjum sóttvarnarreglum eru æfingar og keppni heimilar með ákveðnum takmörkunum og eru mótshaldarar beðnir um að kynna sér reglurnar vandlega.