Fréttir: Mars 2013

KEA MÓTRÖÐIN T2 OG SKEIÐ - SKRÁNING

23.03.2013
Fréttir
Þá er komið að skráningu í T2 töltið og skeiðið í KEA mótaröðinni, skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 25. mars. Skráningargjaldið er 3000 kr. á hest og aðeins má skrá 2 hesta á hvern knapa í hvora grein. A.T.H. að breyting er á skeiðinu úr T4 í T2

Páskatölt Dreyra

23.03.2013
Fréttir
Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.

Kvenna/karlatölt Mána

22.03.2013
Mánahöllinni

Nýdómaranámskeið GDLH 26.-28.april

22.03.2013
Fréttir
Nýdómaranámskeið gæðingadómara verður haldið í Reykjavík dagana 26.-28.apríl næstkomandi ef næg þátttaka næst. Verð á námskeiðinu er kr 60.000,- Lágmark fjöldi nemenda eru 12 einstaklingar.

Karlatölt hmf. Kjóavöllum

22.03.2013
Reiðhöllinni Kjóavöllum

Maggi mætir með Óskastein

21.03.2013
Fréttir
Undirbúningur fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu er í fullum gangi enda styttist í úrtökuna sem verður þann 28. mars kl. 18:00 í Skautahöllinni í Laugardal.

Úrtaka „ Allra Sterkustu“

21.03.2013
Fréttir
Úrtaka vegna Allra sterkustu verður haldin fimmtudaginn 28.mars næstkomandi kl 18:00 í Skautahöllinni Laugardal. Takmarkaður fjöldi plássa er á úrtökuna og er aðeins hægt að skrá einn hest á knapa.

Opnunartími skrifstofu

20.03.2013
Fréttir
Skrifstofa LH og Landsmóts verður lokuð eftir hádegi dagana 20. - 25. mars. Vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst með erindi ykkar á þeim tíma. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lífið á Equitana

19.03.2013
Fréttir
Equitana hestasýningin fer fram þessa dagana í Essen í Þýskalandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og er risaviðburður í hestaheiminum á heimsvísu.