Páskatölt Dreyra

23. mars 2013
Fréttir
Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.

Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.

Skráningar sendist á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 22 miðvikudaginn 27. mars. Við skráningu komi fram upplýsingar um nafn og IS númer á hrossi, nafn og kennitala knapa, ásamt því upp á hvora höndina skuli sýna. Skráningu verður svarað, svo ef ekki berst svar hefur skráning misfarist og það er á ábyrgð keppenda að fylgja því eftir.

Skráningargjald í fullorðinsflokki er 2500.- fyrir fyrsta hest, en 1500.- fyrir hvern hest eftir það á sama knapa, en 1500.- fyrir börn, unglinga og ungmenni. Skráningargjöldin greiðist á reikning 552 14 601933 kt. 450382-0359 og senda staðfestingu á netfangið motanefnddreyra@gmail.com , fyrir kl. 23. miðvikudaginn 27. mars.

Kaffiveitingar á staðnum

Hlökkum til að sjá ykkur

Mótanefnd Dreyra.