KEA MÓTRÖÐIN T2 OG SKEIÐ - SKRÁNING

Þá er komið að skráningu í T2 töltið og skeiðið í KEA mótaröðinni, skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 25. mars. Skráningargjaldið er 3000 kr. á hest og aðeins má skrá 2 hesta á hvern knapa í hvora grein. A.T.H. að breyting er á skeiðinu úr T4 í T2

Þá er komið að skráningu í T2 töltið og skeiðið í KEA mótaröðinni, skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 25. mars. Skráningargjaldið er 3000 kr. á hest og aðeins má skrá 2 hesta á hvern knapa í hvora grein.

A.T.H. að breyting er á skeiðinu úr T4 í T2

Við höfum tekið í notkun nýtt skráningarkerfi og þurfa allir að skrá sig og hest sinn til keppni sjálfir, hægt er að velja um að geiða með greiðslukorti eða millifærslu í banka. Ef greiðsla berst ekki mun skráningin eyðast sjálfkrafa.

Skráning fer fram á slóðinni
http://temp-motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx

Velja þarf "mót" og svo Léttir sem félag sem heldur mótið

Fylla þarf út kennitölu knapa – fyrir hvaða félag hann keppir – Is númer hests og fyrir hvað félag hann keppir einnig þarf að velja atburðinn (KEA mótaröðin T2 eða gæðingaskeið). Þegar þessu er lokið

þarf að velja „Setja í körfu“ ef ská á annan hest til keppni skal það fyllt út eins. 

A.T.H. það kemur gæðingaskeið en ekki bara skeið í valinu.
Þegar allar skráningarnar eru tilbúnar þarf að fara í „vörukörfuna“og ganga frá greiðslunni.

Ef þið lendið í vandræðum getið þið hringt í Andreu í 864 6430 og mun hún aðstoða ykkur eftir bestu getu.

Ef ekki nást að lágmarki 25 skráningar verða ekki riðin B úrslit.

Mótanefnd Léttis